ýmsu

lendir maður nú í sem kennari.

Í dag þurfti ég að nota skyndihjálparkunnáttu mína, stór brjóstsykur stóð í nemanda og heimlich kom í góðar þarfir, ásamt góðu höggi á bakið.

Get ekki lýst því hvað ég var fegin þegar molinn hrökk út á gólf. Úff!

Ráðlegg öllum að taka skyndihjálparnámskeið, það er langt síðan ég fór í slíkt en vá hvað maður hefði verið varnarlaus hefði maður ekki kunnað neitt.

6 Responses to “ýmsu”


 1. 1 Jenný 2008-04-29 kl. 08:35

  Úff, ég er svo hrædd um að ég myndi frjósa í þessum aðstæðum en vonandi reynir aldrei á það.
  Farin á námskeið.

 2. 2 hildigunnur 2008-04-29 kl. 08:51

  Endilega, það getur svo sannarlega komið sér vel!

 3. 3 Harpa J 2008-04-29 kl. 10:03

  Úff! Gott að þú kunnir til verka og að þetta fór vel!

 4. 4 Fríða 2008-04-29 kl. 17:21

  ég rifjaði upp hjartahnoð um daginn. Þetta situr nú merkilega í manni. En eykur samt öryggið að rifja þetta upp. Enda á maður helst að fara reglulega á námskeið. Það eru líka stuðtæki á mörgum stöðum sem er sniðugt að almenningur kunni á ef eitthvað kemur upp á. Sá eitt svoleiðis niðri á rútubílabiðstöð áðan til dæmis, hefði ekki hugmynd um hvað það væri ef ég væri ekki nýbúin á þessu námskeiði.

 5. 5 hildigunnur 2008-04-29 kl. 20:52

  já, það er ekki langt síðan við fengum smá upprifjun, samt voða lítið verklegt. Þyrfti að komast á almennilegt námskeið.

 6. 6 Katana 2008-04-29 kl. 21:40

  Já, ég er alltaf á leiðinni í skyndihjálarnámskeið. Kannski best að fara í það ef ég ætla að halda áfram að vinna sem þjónn þegar ég kem heim…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.140 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: