eldsnögg afgreiðsla

eins og ég sagði frá á föstudaginn, fórum við þá rétt fyrir hádegið að sækja um ný vegabréf.

Duttu hér inn um lúguna með póstinum fyrir tíu í morgun. Og þetta var engin flýtisafgreiðsla neitt, bara venjulegur farvegur.

Þetta kallar maður þjónustu.

7 Responses to “eldsnögg afgreiðsla”


 1. 1 Kristín í París 2008-04-28 kl. 11:07

  Gekk svona hjá okkur síðast. Fórum með Sólrúnu að morgni og passinn kom í pósti daginn eftir.

 2. 2 lindablinda 2008-04-28 kl. 11:52

  Hjá hverjum sofið þið?

 3. 3 hildigunnur 2008-04-28 kl. 11:57

  😀

  Þetta er reyndar svona núna, ekki bara við. Tók held ég tvo virka daga í fyrra þegar við þurftum að láta endurnýja hjá krökkunum.

 4. 4 Kristín í París 2008-04-28 kl. 17:14

  Ég sef bara hjá frönskum kalli sem ég held að hafi engin ítök hjá Sýslumanninum í Kópavogi. Hins vegar er Sólrún náttúrulega sjúklega sjarmerandi og frönsk í útliti og konurnar sem afgreiddu okkur dásömuðu hana mikið. Ég held samt ekki að það hafi skipt máli en mér var samt sagt að þetta tæki viku eða eitthvað álíka og var mjög hissa þegar hann birist þarna strax, hefðum áreiðanlega getað beðið eftir honum uppfrá og sparað póstsendinguna.

 5. 5 hildigunnur 2008-04-28 kl. 18:30

  Þeir segja manni að búast við viku/hálfum mánuði til öryggis, en ég held að þetta sé alltaf afgreitt samdægurs núna.

 6. 6 Jón Lárus 2008-04-28 kl. 18:34

  Þetta var eins í fyrra þegar við þurftum að endurnýja ökuskírteinin. Man ekki hvað okkur var sagt að þetta gæti tekið langan tíma, eina eða tvær vikur. Svo liðu tveir dagar og skírteinin komin.

 7. 7 hildigunnur 2008-04-28 kl. 23:05

  já, alveg rétt, það voru ökuskírteinin, mér fannst það hafa verið passar krakkanna.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: