að fara út í garð bara á stuttermabol og berfættur í inniskónum. Ókei, var ekki lengi úti þannig en smástund samt.
Sumarið ER að koma.
svart baðherbergishn… um Leynivika | |
hildigunnur um Zell am See/Krimml Tag dr… | |
Ella um Zell am See/Krimml Tag dr… | |
hildigunnur um Salzburg, fünfter Tag | |
Ella um Salzburg, fünfter Tag |
Bloggaðu hjá WordPress.com.
RSS Entries and RSS Comments
Ég skal ekkert monta mig af stuttermabolafíling hér í dag…
hehe, nei, vertekkert að því…
Ég gerði nákvæmlega sömu skyssu og ég geri á hverju ári um þetta leyti árs: Fór út í göngu á peysu og berfætt og varð næstum úti – og er ekki að djóka. Er ekki endurtekningin alltaf dásamlegt fyrirbæri?
ég klikkaði reyndar ekki á því í morgun, hjóluðum út á Seltjarnarnes en ég mundi bæði eftir vettlingunum og eyrnaskjólinu. Skil þig samt vel, leit betur út en það var.
Æ, samt er eitthvað rómó við íslenska gluggaveðrið, ha?
Iss, ef manni verður kalt, þá er maður einfaldlega ekki að leggja nógu mikið á sig.
uss, manni getur vel orðið kalt á höndunum þó maður sé að hamast. Eyrnaskjólið er meira vegna þess að ég fæ alltaf eyrnaverk í roki.
Mér varð hins vegar kalt þegar ég kom í hóptímann hjá dótturinni, beint eftir hjólatúrinn, hafði svitnað og það sló svolítið að mér. Var gott að komast heim og fara í bað 🙂
Ég er bara í Cintamanijakka og hjólabuxum og með hanska þegar ég fer út að hjóla og engu öðru. Jú og sokkum og skóm. Og hjálm. Þetta virkar þótt það sé -10°C, ef maður tekur hraustlega á.
hanska, já, einmitt 😀 Þurfa ekkert að vera heitir, bara hlífa gegn golunni…
En ertu ekki einu sinni í nærbol innan undir jakkanum? Ég myndi vera í bol.
Nei, því þeir gera ekkert nema draga í sig svita sem síðan kælir mann.
k. Ekki fyrr en eftirá, samt…