langan hjólatúr áðan með Finn, fyrst út að Þjóðarbókhlöðu, þá Suðurgötuna út á enda, alla leið kring um flugvöllinn (hefur annars fólk almennt tekið eftir því hvernig kort af gamla Skerjafirði lítur út)?
Þá Nauthólsvík, Öskjuhlíðina, fram hjá Valsheimilinu á leið heim, greinilega eitthvað um að vera þar, allt fullt af bílum, 2/3 af þeim jeppar eða jepplingar, ég næ ekki hvernig fjölskyldan getur eiginlega haldið með þessu plebbaliði…
Eiríksgatan er skásta leiðin heim og eina sem endar á smá brekku niður á við, frá Hallgrímskirkju, komum við úr einhverri annarri átt endum við alltaf á brattri brekku upp eða í hæsta lagi smáspotta á sléttu. Finnur var ógurlega duglegur, þó hann reyndar leiddi hjólið þar sem var einhver meira en pínulítill halli upp á við, gætum þurft að athuga með gírahjól handa honum fljótlega.
Já alveg snilldarhjólatúr. Veðrið líka meiriháttar. Finnur stóð sig svo bara vel því þessi hringur er á bilinu 8-9 km.
Hvað ætli maðurinn við skrifpúltið sé að skrifa? Nótur?
hmm, góð spurning. Ég hef alltaf tekið þetta sem gamlan mann með göngugrind.