jánei, engin sæt saga núna, af og til virðist hún ekki ná alveg út að pissa, stöku sinnum smá kattahlandslykt sérstaklega í sjónvarpsherberginu. Ekki hlæjandi að því, ætli sé til minirin fyrir ketti?
Nema hvað, eitt svona tilvik í gær. Jón Lárus kom inn, fann kattahlandslykt og spurði náttúrlega: Hver hellti niður öllu þessu sauvignon blanc?
Ekki bestu meðmæli sem vín hefur fengið …
jú jú, það er alveg þekkt að sauvignon blanc þrúgan er með sterka kattahlandsundirtóna í ilmi 😀
Ég hefði spurt hvort einhver hefði verið að skera basiliku.
Og ég hefði spurt hvort hvítgreni hefði verið plantað í nágrenninu.
Og ég hefði sagt: aumingja kisi! kveðja
hah! best að segja ekkert hvað ég hefði sagt. Fallegt hefði það allavega ekki verið 🙂
hehe, já, get vel ímyndað mér… 😛
og ég hefði sagt aumingja þið!! kattahlandslykt er það VERSTA sem ég veit inni hjá mér. VIIIIÐBJÓÐUR!
þetta hefur nú hingað til (og vonandi áfram) verið nógu vægt til að það dugar að opna glugga í nokkrar mínútur. En nei, ekki skemmtilegt, ætla að hringja í dýralækninn, hún hefur aldrei verið svona, skinnið.
Reyndar er spurning hvort þetta sé ekki Loppa heldur hinn kötturinn sem hefur tvisvar komist hér inn að því við vitum, á sjálfur/sjálf væntanlega eins lúgu og þ.a.l. sams konar segul á ólinni. Hmmm?
Það lítur út fyrir að hann sé ógeldur kynþroska högni sem gengur laus, en það er ólöglegt hér í Reykjavík …
það getur vel verið 😮