kötturinn

jánei, engin sæt saga núna, af og til virðist hún ekki ná alveg út að pissa, stöku sinnum smá kattahlandslykt sérstaklega í sjónvarpsherberginu. Ekki hlæjandi að því, ætli sé til minirin fyrir ketti?

Nema hvað, eitt svona tilvik í gær. Jón Lárus kom inn, fann kattahlandslykt og spurði náttúrlega: Hver hellti niður öllu þessu sauvignon blanc?

12 Responses to “kötturinn”


 1. 1 Arngrímur Vídalín 2008-04-17 kl. 15:31

  Ekki bestu meðmæli sem vín hefur fengið …

 2. 2 hildigunnur 2008-04-17 kl. 15:48

  jú jú, það er alveg þekkt að sauvignon blanc þrúgan er með sterka kattahlandsundirtóna í ilmi 😀

 3. 3 Elías Halldór 2008-04-17 kl. 16:18

  Ég hefði spurt hvort einhver hefði verið að skera basiliku.

 4. 4 Þorbjörn 2008-04-17 kl. 16:48

  Og ég hefði spurt hvort hvítgreni hefði verið plantað í nágrenninu.

 5. 5 Guðlaug Hestnes 2008-04-17 kl. 18:37

  Og ég hefði sagt: aumingja kisi! kveðja

 6. 6 Fríða 2008-04-17 kl. 22:04

  hah! best að segja ekkert hvað ég hefði sagt. Fallegt hefði það allavega ekki verið 🙂

 7. 7 hildigunnur 2008-04-17 kl. 22:17

  hehe, já, get vel ímyndað mér… 😛

 8. 8 Vælan 2008-04-17 kl. 23:18

  og ég hefði sagt aumingja þið!! kattahlandslykt er það VERSTA sem ég veit inni hjá mér. VIIIIÐBJÓÐUR!

 9. 9 hildigunnur 2008-04-17 kl. 23:21

  þetta hefur nú hingað til (og vonandi áfram) verið nógu vægt til að það dugar að opna glugga í nokkrar mínútur. En nei, ekki skemmtilegt, ætla að hringja í dýralækninn, hún hefur aldrei verið svona, skinnið.

 10. 10 hildigunnur 2008-04-17 kl. 23:23

  Reyndar er spurning hvort þetta sé ekki Loppa heldur hinn kötturinn sem hefur tvisvar komist hér inn að því við vitum, á sjálfur/sjálf væntanlega eins lúgu og þ.a.l. sams konar segul á ólinni. Hmmm?

 11. 11 Elías Halldór 2008-04-18 kl. 11:30

  Það lítur út fyrir að hann sé ógeldur kynþroska högni sem gengur laus, en það er ólöglegt hér í Reykjavík …

 12. 12 hildigunnur 2008-04-18 kl. 15:56

  það getur vel verið 😮


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 374.140 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: