ástandið í miðborginni

ég bara varð að ræna þessari mynd, hún má ekki týnast inni í vefskáp 24 stunda. Vonandi tekur Halldór Baldursson (er hann ekki örugglega Baldursson, annars?) þetta ekki illa upp, ég kippi þessu út eins og skot ef vill…

13 Responses to “ástandið í miðborginni”


 1. 1 Kalli 2008-04-1 kl. 22:48

  Oft finnst mér nú Halldór hafa verið betri enda er hann þjóðargersemi. Skilnaðardjókið með Bissa og Geira Haarde var óborganlegt.

 2. 2 hildigunnur 2008-04-1 kl. 22:58

  já, ég veit, en hana á ég ekki og finn hvergi 😦

 3. 3 Kalli 2008-04-2 kl. 00:27

  Ég held ég sé með ljósmynd af henni. Léleg mynd reyndar: http://hofteigur.net/vantru/24StundirVantru-comicsml.jpg

 4. 4 baun 2008-04-2 kl. 09:10

  þetta er ferlega góð mynd! (og sárgrætilega sönn)

 5. 5 Vælan 2008-04-2 kl. 10:07

  iss mér finnst myndin síðan í gær MIKLUMIKLUMIKLU fyndnari en þessi mynd af biskup.. en hún er kannski voða fyndin fyrir trúleysisfanatíkerana..

  myndin í gær er fyndin fyrir alla 😉

 6. 6 hildigunnur 2008-04-2 kl. 10:29

  mér finnst brotni glugginn á borgarstjóra óborganlegur…

 7. 7 Vælan 2008-04-2 kl. 10:57

  jámm.. enda á líka að skipta honum út að ári 😀

  vonandi næst ekki í gegn hjá honum fyrir þann tíma að koma þessari hryllilegu samgöngumiðstöð í gegn.. meira helvítis ruglið!

 8. 8 hildigunnur 2008-04-2 kl. 11:12

  jújú, en hver ætli komi nú í staðinn? Verður það eitthvað skárra?

  og samgöngumistökin þarna, ætlar einhver að reyna að segja mér að hún sé ekki eingöngu plönuð til að festa flugvöllinn í sessi?

 9. 9 Kalli 2008-04-2 kl. 13:06

  Ætli þetta fari ekki eftir því hvort maður er trúleysis„fanatíker“ eða miðbæjarrottufanatíker 😉

 10. 10 hildigunnur 2008-04-2 kl. 13:16

  haha, jú, þó ég sé trúlaus er ég talsvert meiri miðbæjarfanatíkerrotta 😀

 11. 11 Vælan 2008-04-2 kl. 16:43

  Algjör óþarfi að vera með einhverjar gæsalappir utan um fanatíkerana í trúleysisfanatíkerunum. Í mínum huga eins og mjög margra annarra er trúleysis-ofstækið nákvæmlega sama tóbakið og trúar-ofstækið og síst betra 😉

  Annars er ég yfirlýstur miðbæjarrottufanatíker þó ég sé flutt úr miðbænum (sem var einmitt vegna ástandsins sem er komið þar, ekki hægt að ganga niður í bakarí á sunnudagsmorgni með tveggja ára barn án þess að lenda í hótunum um barsmíðar frá einhverjum eiturlyfjaneytendum)

  Ég flyt aftur niðrí bæ um leið og ástandið lagast.. sem þyrfti ekki síst að gerast með því að fækka vínveitingaleyfum í miðbænum, gjörsamlega burtséð frá ástandi yfirgefinna húsa.

 12. 12 Þorbjörn 2008-04-2 kl. 17:50

  Já en þegar við fræga fólkið komum utan af landi þarf að vera almennilegt víæpí lángsj fyrir mann, er það ekki?

 13. 13 hildigunnur 2008-04-2 kl. 21:41

  Býð húsið mitt fram sem vippalángsj fyrir þennan þaddna fræga 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 375.120 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: