Sarpur fyrir mars, 2008alltaf gaman

að sjá fyndna ketti. Meira að segja nokkur atriði þarna sem maður hefur ekki séð önnur alveg eins…

hann faðir minn

kær, sagði okkur sögu af sjálfum sér yfir matnum í fyrrakvöld, nokkuð sem ég var eiginlega búin að steingleyma.

Hann var ekkert að flýta sér að læra á bíl, var rúmlega tvítugur þegar hann fór í fyrsta ökutímann. Ökukennarinn kom og sótti hann, á pínulitlum bílgarmi, í Hólmgarðinn þar sem hann átti heima.

Pabbi sest inn í bílinn, ökumannsmegin. Ökukennarinn býður góðan dag og segir síðan: Jæja! Pabbi segir bara jæja á móti, og situr sem fastast án þess að gera neitt. Kennarinn: Startaðu nú bílnum. Pabbi: Humm, það er nú það sem ég á að læra hér, er það ekki? Kennarinn steinhissa á því að fá þarna nemanda sem hafði aldrei prófað að keyra, hvorki bíl, traktor, ekki neitt.

Ekki meira með það, svosem, honum var kennt að snúa lykli í svissi, hvað væri bensíngjöf og bremsa og kúpling og allthvaðeina. Nema hvað bíllinn var svo lítill og allt svo létt, að það þurfti ekki nema rétt að lyfta stórutá frá bensíni yfir á bremsu til að stöðva hann. Eftir nokkra tíma tekur hann prófið, á sama bílinn. Daginn eftir á hann að byrja í vinnu þar sem hann á meðal annars – að keyra vörubíl.

Sest upp í vörubílinn, ekur af stað, nema hvað, á Laugavegi snarstoppar bíll fyrir framan hann, pabbi lyftir stórutá og ætlar að bremsa en auðvitað dugði það ekki til. Beint aftan á hinn bílinn. Vildi til að hann var ekki á mikilli ferð, þannig að skemmdirnar urðu ekki sérlega miklar og hinn bílstjórinn varla einu sinni fúll (kannski hefur hann vantað nýtt afturbretti, hver veit?) Sá stígur út úr bílnum, gengur til pabba og spyr: Var hún sæt?

Nújæja, eitthvað skiptast þeir á upplýsingum og pabbi fer niður í vinnu til að tilkynna um áreksturinn. Yfirmaður hans byrjar að sjálfsögðu strax að tuða, meðal annars um hvað þessir unglingar keyri nú alltaf hratt. Neeei, segir þá pabbi, ég keyrði ekkert of hratt. Ég keyrði of langt…

óvenjulegur TED fyrirlestur

hér. (kann ekki að setja TED myndbönd beint á síðuna).

Stelpan er mögnuð, en ætli hún geri nokkuð annað en æfa sig?

og núna

hugsa ég að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af sljóum hnífum, hér á bæ. Við bóndinn og unglingurinn búin að æfa okkur á japanska vatnssteininum og smá munur á notkuninni á græjunum.

Skemmtilegt að geta þetta sjálfur, prófuðum meira að segja að skerpa eldhússkærin í dag, og svei mér þá ef við fundum ekki slatta mun þar líka. Samt pínu önugra að skerpa skæri.

steingleymdi

að nefna – tja, kannski nýju altaristöfluna eftir Baltasar (ekki Kormák) í Hallgrímskirkju. Gríðarlega flott. Vona að þetta fái að hanga áfram. Og nei, þarf engan ramma…

tónleikarnir

í dag voru bara æði, svo til fullt hús, auðvitað kom eitt og annað smotterí upp á eins og gerist í áhugamannahljómsveitum, en Sigurður Skúlason las frábærlega og ég held að við höfum náð heildarsvip og tilfinningu verksins bara nokkuð vel.

Sérkennilegt að bera þetta saman við flotta tónleika sem ég fór á í gær. Passio Arvo Pärts í Hallgrímskirkju, Þorbjörn bróðir að syngja, ásamt Tómasi Tómassyni, Schola Cantorum, fjögurra einsöngvara kvartett og félögum úr Caput. Frábær, hnökralaus, inspíreraður flutningur, glæsileg framsetning – en ég ætla nú ekki að líkja saman – tja, hljómrænni fjölbreytni, taktlegri fjölbreytni, litafjölbreytni – Haydn hefur pottþétt vinninginn þar.

Fyrir minn smekk Haydn hvenær sem er, að minnsta kosti þegar ég ber þessi tvö álíka löngu verk saman. Pärt er flottur, bara ekki alveg í svona svakalega löngum skömmtum í einu. Fullmikill minimalismi fyrir minn smekk. Reyndar get ég ímyndað mér að þetta sé áhrifaríkur flutningur á passíutextanum, en fyrir einhvern sem er ekki trúaður þarf aðeins meira.

Við fengum síðan standing ovation í dag. Sem segir slatta…

meira bound…

ætli maður fái

ferskt esdragon einhvers staðar í dag? Eru ekki sólarhringsbúðirnar einhverjar opnar? Og ætli sé mikil bjartsýni að trúa að þær séu með mikið úrval ferskra kryddjurta…?

Skiptum nefnilega um hest í miðri á (Fífa skildi ekkert í því hvað við værum að rugla með að eyða nautasteikinni sem við keyptum í boeuf á la bourguignonne og heimtaði roastbeef)

Kemur í ljós.

ítrekað plögg

þessi Haydn sem við erum að fara að flytja eftir 2 1/2 tíma er bara svo flott stykki, þó reyndar þyki mér útgáfan af því með kór og einsöngvurum ennþá flottari. En það er nú kannski bara ég.

Endilega kíkja. Seltjarnarneskirkja, 15:00

silfurte

kom í Orðskulustanda á laugardaginn var, Jón Lárus kom strax með útskýringu: Nú, teið sem börn ríkra foreldra fá á pelann…

(svo var þetta bara mjólkurbland)

hjúkkitt

var að fá sms með skilaboðum um að konsertmeistarinn í EssÁ komst með flugi í bæinn í dag, þannig að ég þarf ekki að leiða á morgun.

Hefði reyndar ekki verið mikið mál, nema vegna þess að það er sóló í einum kaflanum, ekki erfitt en var bara eiginlega ekkert farin að kíkja á það…

þeir sem ætla

ekki á Vantrúarbingó á Austurvelli á morgun (nei, ég fer ekki) ættu að kíkja á tónleika hjá okkur í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna – Seltjarnarneskirkju klukkan þrjú (15:00). Sjö orð Krists á krossinum eftir Haydn, snilldarstykki burtséð frá því hvort maður er trúaður eður ei. Mæli með þessu…

og

stundum (jú, oft) hugsar maður út í hvað þeir sem tala um að fólk opni sig alveg á blogginu, átti sig ekki á því hvað á heima á opinberum vettvangi og hvað ekki, hafa í alvöru ekkert vit á þessum vettvangi. Iðulega er þetta lið sem les ekki einu sinni blogg, hefur væntanlega lesið tvisvar-þrisvar á ári úttektina í pappírsmogganum um hætturnar við bloggið.

Neinei, engir skandalar í prívatlífinu hér…

hrikalega

safnast alltaf fyrir ryk í kring um svona tölvugræjur. Ekki fyrr búin að þurrka af hillunum en það er orðið viðbjóðslegt aftur. Jón Lárus sér yfirleitt um gólfið undir skrifborðinu, ansi hreint að vera fljótt að verða tótal ógeð. Hefur einhver fundið upp sjálfhreinsandi ryksafnara?

myndin hennar Freyju

Í þessu var sem sagt fröken Freyja að dansa, ásamt þremur vinkonum. Cannes, jahá. Ef ég vissi nú hvernig barnið fær alltaf þessi tækifæri, leika í áramótaskaupinu, þessu, hvað næst?

Ekki eru það foreldrarnir sem reyna að troða henni að, alls staðar…

heppni

já, mín megin, verulega heppin að hafa ekki beðið með að hjóla í tryggingarnar og kaupa tölvuna, Nanna óheppnari. Efast um að næsta sending verði jafn ódýr.

Ætli þjónustuleysið hafi eitthvað með þetta að gera…?

regnbogajaki

Hrikalega flott. Nánar hér.

reyndi að muna

alveg heillengi titilinn á þessari mynd áðan.

hrikalega pirrandi þegar maður er að reyna að muna eitthvað en ekki séns að það detti inn. Þurfti að leita smá stund á google til að finna.

Def overrated ræma, reyndar, að mínu mati…

yeouw

Væla, ég er alveg að sjá hvað þér þótti niðurdrepandi við síðustu þættina í Grey’s frá í fyrra, sá þriðji síðasti var allavega nógu sorglegur. Og að vita að þeir tveir sem við eigum eftir eru bara downhill, úff!

Ekki viss um að ég fengist til að horfa á þá, nema vegna þess að ég veit að þetta skánar í fjórðu seríu. Verst að ná ekki í þá fyrr en eftir rúmt hálft ár.

Humm. Fást þeir annars kannski á itunes. Var að fá mér nýtt kreditkort…


bland í poka

teljari

  • 373.344 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa