betri bær

sniðugt uppátæki hjá þessu fólki, jafnvel þótt það hafi víst óvart málað yfir veggskraut á Kaffi Hljómalind. (Snorri minn, það var þetta með eggin og eggjakökurnar…)

Að minnsta kosti er borgin ekki búin að gera mikið af viti, rétt á meðan á 102 dögunum stóð voru (ef ég man rétt) fest kaup á brunasárinu í Lækjargötu/Austurstræti. Þegar Villi tók við átti að minnsta kosti svo sannarlega að taka til í borginni. Þó hún hafi ekkert verið hrein og fín fyrir, þá hefur hún að minnsta kosti snarversnað…

4 Responses to “betri bær”


 1. 1 Kristín í París 2008-03-28 kl. 20:29

  Auðvitað berum við öll ábyrgð á umhverfi okkar og eigum t.d. að tína upp rusl o.s.frv. En við hljótum þá líka að hafa rétt á því að hætta að greiða gjöld og álögur fyrir umhirðu ef henni er ekki sinnt.

 2. 2 hildigunnur 2008-03-28 kl. 21:32

  Algerlega. Verst að það er ekkert sérstakt gjald lagt á fyrir hreinsun, sem væri hægt að neita að greiða.

  Við reynum alltaf að sjá til þess að gangstéttin og rennusteinninn fyrir utan húsið okkar sé í þokkalegu standi, tínum rusl og sópum og annað, ég á líka alveg til að taka upp rusl hér og þar, ef ruslatunna er í þægilegu færi (treð því reyndar ekki í vasa eða tösku til að henda seinna).

  Minni á þessa færslu Jóns Lárusar síðan í fyrrasumar. Grrr!

 3. 3 Kristín í París 2008-03-28 kl. 21:40

  Ég man alla vega að sorphirðugjaldið var hátt og fór í taugarnar á mér sem hafði mikið fyrir því að koma megninu af úrgangi mínum sjálf í endurvinnslu, bíllaus í Þingholtunum. Það er líklega alveg hrikalega gott mál að reyna að vekja fólk til umhugsunar um eigin ábyrgð, það virkaði a.m.k. á okkar kynslóð, hreinnar borgar fagurra torga.

 4. 4 hildigunnur 2008-03-28 kl. 22:00

  Jámm, sorphirðugjaldið er bara svolítið annað og það stendur reyndar til bóta, manni býðst að láta hirða sjaldnar og borga minna. Sem við nýtum okkur einmitt. Svo er víst meiningin að fara að borga sorphirðu eftir vigt.

  Og já, vitundarvakningar er þörf. Þvílíkt þörf.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.397 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: