fræmundur sóði

gaukaði að mér vísum hér í gær:

Mér þyrfti að koma á þing
af því, að ég veit hvað ég syng
er inn í bankann ég gekk
strax ég bókaðan fékk
greindarvísitölutryggðan eðlisávísanareikning.

Nú hefst kreppa sem engu eirir
úr því heimskan úr hófi keyrir
og Landsbankinn játar
og stoltur sig státar
af að. „Eyddur er geymdur eyrir“

Nú hefur á dal mínum harðnað
og horfir ei vel með minn farnað
Ég er slyppur og snauður
horfinn allur minn auður.
Ég eyddi’ honum öllum – í sparnað.

1 Response to “fræmundur sóði”


  1. 1 Hafdís 2008-03-24 kl. 18:32

    Hihi, æ, snilld. Ég gæti annars grátið yfir genginu, ekkkkki praktískt! Mig dreymdi einmitt síðustu nótt að danska krónan væri komin upp í 20 íslenskar…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

  • 373.797 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: