Sarpur fyrir 21. mars, 2008

og núna

hugsa ég að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur af sljóum hnífum, hér á bæ. Við bóndinn og unglingurinn búin að æfa okkur á japanska vatnssteininum og smá munur á notkuninni á græjunum.

Skemmtilegt að geta þetta sjálfur, prófuðum meira að segja að skerpa eldhússkærin í dag, og svei mér þá ef við fundum ekki slatta mun þar líka. Samt pínu önugra að skerpa skæri.

steingleymdi

að nefna – tja, kannski nýju altaristöfluna eftir Baltasar (ekki Kormák) í Hallgrímskirkju. Gríðarlega flott. Vona að þetta fái að hanga áfram. Og nei, þarf engan ramma…

tónleikarnir

í dag voru bara æði, svo til fullt hús, auðvitað kom eitt og annað smotterí upp á eins og gerist í áhugamannahljómsveitum, en Sigurður Skúlason las frábærlega og ég held að við höfum náð heildarsvip og tilfinningu verksins bara nokkuð vel.

Sérkennilegt að bera þetta saman við flotta tónleika sem ég fór á í gær. Passio Arvo Pärts í Hallgrímskirkju, Þorbjörn bróðir að syngja, ásamt Tómasi Tómassyni, Schola Cantorum, fjögurra einsöngvara kvartett og félögum úr Caput. Frábær, hnökralaus, inspíreraður flutningur, glæsileg framsetning – en ég ætla nú ekki að líkja saman – tja, hljómrænni fjölbreytni, taktlegri fjölbreytni, litafjölbreytni – Haydn hefur pottþétt vinninginn þar.

Fyrir minn smekk Haydn hvenær sem er, að minnsta kosti þegar ég ber þessi tvö álíka löngu verk saman. Pärt er flottur, bara ekki alveg í svona svakalega löngum skömmtum í einu. Fullmikill minimalismi fyrir minn smekk. Reyndar get ég ímyndað mér að þetta sé áhrifaríkur flutningur á passíutextanum, en fyrir einhvern sem er ekki trúaður þarf aðeins meira.

Við fengum síðan standing ovation í dag. Sem segir slatta…

meira bound…

ætli maður fái

ferskt esdragon einhvers staðar í dag? Eru ekki sólarhringsbúðirnar einhverjar opnar? Og ætli sé mikil bjartsýni að trúa að þær séu með mikið úrval ferskra kryddjurta…?

Skiptum nefnilega um hest í miðri á (Fífa skildi ekkert í því hvað við værum að rugla með að eyða nautasteikinni sem við keyptum í boeuf á la bourguignonne og heimtaði roastbeef)

Kemur í ljós.

ítrekað plögg

þessi Haydn sem við erum að fara að flytja eftir 2 1/2 tíma er bara svo flott stykki, þó reyndar þyki mér útgáfan af því með kór og einsöngvurum ennþá flottari. En það er nú kannski bara ég.

Endilega kíkja. Seltjarnarneskirkja, 15:00


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa