í dag voru bara æði, svo til fullt hús, auðvitað kom eitt og annað smotterí upp á eins og gerist í áhugamannahljómsveitum, en Sigurður Skúlason las frábærlega og ég held að við höfum náð heildarsvip og tilfinningu verksins bara nokkuð vel.
Sérkennilegt að bera þetta saman við flotta tónleika sem ég fór á í gær. Passio Arvo Pärts í Hallgrímskirkju, Þorbjörn bróðir að syngja, ásamt Tómasi Tómassyni, Schola Cantorum, fjögurra einsöngvara kvartett og félögum úr Caput. Frábær, hnökralaus, inspíreraður flutningur, glæsileg framsetning – en ég ætla nú ekki að líkja saman – tja, hljómrænni fjölbreytni, taktlegri fjölbreytni, litafjölbreytni – Haydn hefur pottþétt vinninginn þar.
Fyrir minn smekk Haydn hvenær sem er, að minnsta kosti þegar ég ber þessi tvö álíka löngu verk saman. Pärt er flottur, bara ekki alveg í svona svakalega löngum skömmtum í einu. Fullmikill minimalismi fyrir minn smekk. Reyndar get ég ímyndað mér að þetta sé áhrifaríkur flutningur á passíutextanum, en fyrir einhvern sem er ekki trúaður þarf aðeins meira.
Við fengum síðan standing ovation í dag. Sem segir slatta…
Nýlegar athugasemdir