Sarpur fyrir 20. mars, 2008

silfurte

kom í Orðskulustanda á laugardaginn var, Jón Lárus kom strax með útskýringu: Nú, teið sem börn ríkra foreldra fá á pelann…

(svo var þetta bara mjólkurbland)

hjúkkitt

var að fá sms með skilaboðum um að konsertmeistarinn í EssÁ komst með flugi í bæinn í dag, þannig að ég þarf ekki að leiða á morgun.

Hefði reyndar ekki verið mikið mál, nema vegna þess að það er sóló í einum kaflanum, ekki erfitt en var bara eiginlega ekkert farin að kíkja á það…

þeir sem ætla

ekki á Vantrúarbingó á Austurvelli á morgun (nei, ég fer ekki) ættu að kíkja á tónleika hjá okkur í Sinfóníuhljómsveit áhugamanna – Seltjarnarneskirkju klukkan þrjú (15:00). Sjö orð Krists á krossinum eftir Haydn, snilldarstykki burtséð frá því hvort maður er trúaður eður ei. Mæli með þessu…

og

stundum (jú, oft) hugsar maður út í hvað þeir sem tala um að fólk opni sig alveg á blogginu, átti sig ekki á því hvað á heima á opinberum vettvangi og hvað ekki, hafa í alvöru ekkert vit á þessum vettvangi. Iðulega er þetta lið sem les ekki einu sinni blogg, hefur væntanlega lesið tvisvar-þrisvar á ári úttektina í pappírsmogganum um hætturnar við bloggið.

Neinei, engir skandalar í prívatlífinu hér…

hrikalega

safnast alltaf fyrir ryk í kring um svona tölvugræjur. Ekki fyrr búin að þurrka af hillunum en það er orðið viðbjóðslegt aftur. Jón Lárus sér yfirleitt um gólfið undir skrifborðinu, ansi hreint að vera fljótt að verða tótal ógeð. Hefur einhver fundið upp sjálfhreinsandi ryksafnara?


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa