Sarpur fyrir 19. mars, 2008

myndin hennar Freyju

Í þessu var sem sagt fröken Freyja að dansa, ásamt þremur vinkonum. Cannes, jahá. Ef ég vissi nú hvernig barnið fær alltaf þessi tækifæri, leika í áramótaskaupinu, þessu, hvað næst?

Ekki eru það foreldrarnir sem reyna að troða henni að, alls staðar…

heppni

já, mín megin, verulega heppin að hafa ekki beðið með að hjóla í tryggingarnar og kaupa tölvuna, Nanna óheppnari. Efast um að næsta sending verði jafn ódýr.

Ætli þjónustuleysið hafi eitthvað með þetta að gera…?

regnbogajaki

Hrikalega flott. Nánar hér.

reyndi að muna

alveg heillengi titilinn á þessari mynd áðan.

hrikalega pirrandi þegar maður er að reyna að muna eitthvað en ekki séns að það detti inn. Þurfti að leita smá stund á google til að finna.

Def overrated ræma, reyndar, að mínu mati…

yeouw

Væla, ég er alveg að sjá hvað þér þótti niðurdrepandi við síðustu þættina í Grey’s frá í fyrra, sá þriðji síðasti var allavega nógu sorglegur. Og að vita að þeir tveir sem við eigum eftir eru bara downhill, úff!

Ekki viss um að ég fengist til að horfa á þá, nema vegna þess að ég veit að þetta skánar í fjórðu seríu. Verst að ná ekki í þá fyrr en eftir rúmt hálft ár.

Humm. Fást þeir annars kannski á itunes. Var að fá mér nýtt kreditkort…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa