var öll stórfjölskyldan í myndatöku áðan, svona gamaldags uppstilling með ættforeldrunum í miðjunni og afkomendum í kring, bæði með og án tengdabarna, með og án barna og með og án miðkynslóðar.
Hlakka talsvert mikið til að sjá myndirnar, hann Gunnar í Barna- og fjölskylduljósmyndum er ansi hreint flinkur. Hefur alltaf tekið myndirnar uppi á Grænuborg, þannig að við eigum myndir af krökkunum frá honum, hverja annarri betri. Vonandi verða þessar eins góðar.
Ætti allavega ekki að vera vandræða/farahjásérsvipur eins og þegar við fórum einu sinni með krakkana í myndatöku, ljósmyndarinn veifandi dóti og talandi með væmnum róm, unglingurinn vissi ekki hvert hún ætlaði…
Nýlegar athugasemdir