Sarpur fyrir 18. mars, 2008

annars

var öll stórfjölskyldan í myndatöku áðan, svona gamaldags uppstilling með ættforeldrunum í miðjunni og afkomendum í kring, bæði með og án tengdabarna, með og án barna og með og án miðkynslóðar.

Hlakka talsvert mikið til að sjá myndirnar, hann Gunnar í Barna- og fjölskylduljósmyndum er ansi hreint flinkur. Hefur alltaf tekið myndirnar uppi á Grænuborg, þannig að við eigum myndir af krökkunum frá honum, hverja annarri betri. Vonandi verða þessar eins góðar.

Ætti allavega ekki að vera vandræða/farahjásérsvipur eins og þegar við fórum einu sinni með krakkana í myndatöku, ljósmyndarinn veifandi dóti og talandi með væmnum róm, unglingurinn vissi ekki hvert hún ætlaði…

skokkhópur

Þau ykkar sem eru í skokkhópum, hefur ykkur dottið í hug að láta hópinn heita Margfætluna?

nei, bara datt þetta í hug…

hnífarnir

á heimilinu eru orðnir vel skarpir núna, Finnur búinn að fá fyrirmælin: Ekki snerta þennan og þennan og þennan…

Kannski hefði verið þörf á að segja þetta við mömmu hans, sem prontó tókst að skera sneið af þumalfingri í kartöfluskurðinum fyrir kvöldmatinn. Nei nei, bara smá skinn, blæddi ekki einu sinni.

Algerlega óskylt færslunni (nema beitt eitthvað), þá er þetta æði.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa