Sarpur fyrir 16. mars, 2008

herra Finnur

skemmtir sér með Viola Time Runners:

segið þið svo við mig

að netið geri það að verkum að fólk hittist aldrei in real life, að maður loki sig inni og missi alvöru samband við umheiminn.

Í kvöld fengum við brýningarnámskeið hjá Meinhorninu, með í námskeiðinu var annar vinur, börn, annar makinn, matur og drykkur með, leitun að skemmtilegri félagsskap og kvöldi.

Ircvinir rokka, ójá.

Takk fyrir kvöldið, fólk. Sem fyrst aftur, bara.

hikk

nei, ekki drukkin, bara með hiksta.

Reyndar fengum við okkur Ruinart kampavín með matnum, ég heimtaði að fá að kaupa hálfflösku af því í Lavinia í París hér fyrir einu og hálfu ári, bara vegna þess að flaskan var svo skelfilega sæt. Jón Lárus dró hana síðan upp áðan og vildi meina að það væri kominn tími, þetta var ekki árgangskampavín og þess utan eldast vín í smærri flöskum auðvitað ekki eins vel og í þeim stóru. Þannig að jú, öndinni var skolað niður með yndislegu Ruinart rósakampavíni.

(þetta er reyndar heilflaska, sú hálfa er talsvert sætari, sjá flöskuna á forsíðunni hjá þeim).

En gott var það…


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa