Sarpur fyrir 14. mars, 2008

alveg var þetta

ljómandi góður afmælisdagur, vakin með gjöfum í morgun, ametysthálsfesti og eyrnalokkar í stíl frá familíunni, systkini mín Hallveig og Óli buðu mér í hádegismat á 101 hótel, snilldarpasta með humarhölum, hvítvínsglas og svo mjög gott heitt súkkulaði (og ég er mjög kröfuhörð á heitt súkkulaði, 101 fær háa einkunn). Fékk líka frá þeim hrikalega flott spariveski, smellpassar við kjólinn sem ég keypti mér um daginn. Hlakka til að nota.

Bekkurinn hans Finns bauð svo foreldrum og systkinum á kaffihús í stofunni sinni, höfðu farið í Bónus og keypt kex og kökur, ásamt því að foreldrar komu með eitthvað með sér, sungu líka fyrir okkur og lásu upp, mjög skemmtilegt. Heimagerða uppáhaldspastað í kvöldmat, (aðalafmælismatur á morgun en okkarspakettí er nú ekki voooont).

Tengdaforeldrarnir kíktu við með afmælisgjöf (Riedelglas af týpunni sem við erum að safna) og hlaða af pönnukökum. Mmmmm!

Æfingin í kvöld var – tja bæði góð og þörf. Nú sit ég með snilldar rauðvínsglas, að fara að horfa á Taggart og á afmælismatinn minn eftir annað kvöld…

stuttmynd

fröken Freyja er að fara að leika í einhverri stuttmynd, núna um helgina og í næstu viku. Eitthvað var hún búin að segja okkur af því og var að leita að pilsi sem hún hafði gert, fann ekki en fékk annað lánað. Eitthvað með að stefna að því að öll börn í heiminum fái menntun, árið 2020.

Jú jú, voða sniðugt, endilega vera með í þessu.

Nema hvað. Þetta er þá eitthvað þvílíkt grand, Gael Garcia Bernal er með þetta hér heima, Sean Penn er að gera aðra, og fleiri, eiga víst að verða 8 myndir og sýnast út um allan heim.

Gríðarlega spennandi fyrir hana.

og svona úr því

ég er með linkamaníu núna þá er þetta alveg skemmtilegt líka.

magnað

hvort þetta er vísindaskáldskapur eða raunveruleg vísindi hef ég ekki vit né forsendur til að vita. Hef samt fulla trú á ritaranum og veit fyrir víst að FabLabs eru til og að hann er á kafi í fyrirbærinu.

Kannski var þetta þá meira en brandari, eftir allt saman…

gott innlegg

eiginlega bara afskaplega gott innlegg í umræðuna um olíuhreinsunarstöð fyrir vestan. Skyldulesning.


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa