Sarpur fyrir 12. mars, 2008

ah

nánast komin í páskafrí, einn tónsmíðanemandi í fyrramálið, þá ekki meiri kennsla. Reyndar uppgötvaði ég í dag að ég á víst að mæta á fundi á mánudags- og þriðjudagsmorgnana niðri í LHÍ. Hmm, hvernig er annars skylda manns í þannig vinnu þegar maður er stundakennari? Væri gaman að hafa það á hreinu.

Tilfinningin núna er samt páskafrí.

(nevermænd verkið með deadline síðast í mars, slatti eftir, gæti verið að bóndinn verði sendur eitthvað út með krakkana, sund eða álíka, í næstu viku).

Tilfinningin er VÍST páskafrí. Alveg satt…

jippí

vann í vínklúbbnum í fyrsta sinn í nær 2 ár (ef ég man rétt).

Burðast heim úr Hafnarfirði með fullan kassa af vínflöskum, vonandi er nú liðið búið að skila…

ungfónía

mikið svakalega var flott á tónleikunum í kvöld. Sérstaklega Brahms ljómaði, þó Hajdu, Weiner og Þórður væru líka bara nokk flott.

Unglingurinn fékk fyrsta skammt af alvöru endorfínkikki, man eftir þegar maður var sjálfur búinn að vera í brjáluðum æfingalotum, drullupirraður og heitandi því að gera svona aldrei aftur. Svo eftir tónleikana (uppskeruhátíðina) NEEEEIII, þetta er BÚIÐ!?!?

Hver þarf vímuefni ef hann hefur Brahms (og kann að meta hann)? Já, eða Mahler, Stravinskí, Bruckner, Sibelius, you name them.


bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa