Sarpur fyrir 8. mars, 2008

rólegheitin tær og hrein

tja, eftir smá stress og ferðalag í morgun (ég, Fífa og Freyja áttum að vera mættar sín á hvorn staðinn klukkan hálftíu í morgun – reddaðist) er dagurinn búinn að vera svo rólegur að ég hef tæpast nennt að blogga. Bara einn hóptími hjá Freyju, æfingin eftir hádegi hjá Fífu féll niður, þó maður náttúrlega gleðjist ekki yfir veikindum stjórnandans, mátti hún alveg við því að fara bara á eina þriggja tíma æfingu í dag. Jón Lárus málaði nokkra hurðarkarma en annars gerðist svo sem ekki mikið hér heima. Og við sem ætluðum að vera ógnar dugleg.

Æh, maður þarf þetta bara stundum. Unglingurinn farinn út að hitta vinina, litli gaur og mamma hans spila mahjong í tölvunni, pabbinn leysir krossgátu og miðbarnið les. Lífið er gott.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa