ætli þetta verði nú ekki síðasta sviðamáltíðin í vetur, er ekki að koma vor? (hmm, í skrifuðum orðum leit Jón Lárus út um gluggann, og jújú, hvítt aftur!).
Börnin voru minna hrifin. Skil ekkert í þessu, þau eru fullvön að borða svið, gera það reyndar alveg, en tja, ekki beinlínis í uppáhaldi. Ungdómurinn nútildags…
Já satt segir þú. Svið eru svo góð. Hér er búið að vera brjálað veður í dag og allt á kafi, menn og bílar. Kær kveðja
Á þorrablóti okkar í Íslendingafélaginu í fyrra voru örfáir sviðakjammar á borðum og vorum við aðeins tvær sem átu sviðin-2!!! af 70 gestum og íslendingar í meirihluta. Mér fannst þetta ótrúlegt því ekki eru meðlimir einhverjir krakkabjánar sem aldrei hafa séð neitt annað en hamborgara og pizzur. Enda var það þannig í ár að engin voru sviðin en skyrið bætti það upp:)
Heimurinn væri miklu betri ef maður gæti tekið snjó út á tún og skotið hann í fokking smettið.
Hví ætti maður ekki að eta svið á sumrin? Svið eru best heit með rófustöppu og kartöflumús. Ég hef þau alltof sjaldan.
Eva, sammála með heitu sviðin, köld finnast mér ekki spennandi. Full vetrarlegur matur til að borða á sumrin, þá langar mann einhvern veginn ekki í eitthvað svona þungt.