svið

ætli þetta verði nú ekki síðasta sviðamáltíðin í vetur, er ekki að koma vor? (hmm, í skrifuðum orðum leit Jón Lárus út um gluggann, og jújú, hvítt aftur!).

Börnin voru minna hrifin. Skil ekkert í þessu, þau eru fullvön að borða svið, gera það reyndar alveg, en tja, ekki beinlínis í uppáhaldi. Ungdómurinn nútildags…

5 Responses to “svið”


  1. 1 Guðlaug Hestnes 2008-03-6 kl. 22:16

    Já satt segir þú. Svið eru svo góð. Hér er búið að vera brjálað veður í dag og allt á kafi, menn og bílar. Kær kveðja

  2. 2 Svanfríður 2008-03-7 kl. 03:41

    Á þorrablóti okkar í Íslendingafélaginu í fyrra voru örfáir sviðakjammar á borðum og vorum við aðeins tvær sem átu sviðin-2!!! af 70 gestum og íslendingar í meirihluta. Mér fannst þetta ótrúlegt því ekki eru meðlimir einhverjir krakkabjánar sem aldrei hafa séð neitt annað en hamborgara og pizzur. Enda var það þannig í ár að engin voru sviðin en skyrið bætti það upp:)

  3. 3 Kalli 2008-03-7 kl. 04:07

    Heimurinn væri miklu betri ef maður gæti tekið snjó út á tún og skotið hann í fokking smettið.

  4. 4 Eva 2008-03-8 kl. 19:13

    Hví ætti maður ekki að eta svið á sumrin? Svið eru best heit með rófustöppu og kartöflumús. Ég hef þau alltof sjaldan.

  5. 5 hildigunnur 2008-03-8 kl. 21:55

    Eva, sammála með heitu sviðin, köld finnast mér ekki spennandi. Full vetrarlegur matur til að borða á sumrin, þá langar mann einhvern veginn ekki í eitthvað svona þungt.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s




bland í poka

teljari

  • 377.628 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: