Sarpur fyrir 5. mars, 2008

allt brjálað

hjá unglingnum, stærðfræðikeppni í MR á morgun, tvær æfingar á laugardaginn (langar, sko), tónleikar á sunnudaginn og þriðjudaginn, aðrir í lok næstu viku. Fyrir utan allt sem hún gerir venjulega sem er hreint ekki lítið.

Skil alveg andvarpið í henni áðan, þegar hún hét því að hún skyldi sko ekki taka svona mikið að sér þegar hún kæmi upp í menntaskóla…

óglatt

og nei, ég er hvorki með gubbupest né á von á barni.

En viðbjóðsútblástursfýlan í strætó áðan, ojbara! Finn ennþá lyktina í nösunum. Lítt góð.

Reyndar var strætóferðin samt skárri en fyrir tveimur vikum, þá fyrir utan útblástur sat ég fyrir aftan manngrey sem var skelfileg fýla af, greinilega ekki farið í bað ansi lengi, bæði svita- og skítafýla, ásamt stækri reykingalykt.

Verð að viðurkenna að mig langar ekkert sérlega til að þurfa að taka strætó oftar en ég geri…

ekki náði ég

niður í bæ á mótmælafund eins og ég hafði annars ætlað. Tók óratíma að fara yfir tónfræðiprófin, nýtt próf og fyrst þurfti ég að setjast niður og ákveða hvað hver spurning ætti eiginlega að gilda.

Flestum krökkunum gekk svo alveg þokkalega í prófinu, sem betur fór. Nú er bara að hamast í tónheyrn, hlustun og greiningu það sem eftir lifir vetrar. Ótrúlega fáir tímar eftir, nefnilega, í Suzuki er einn tími eftir fram að páskafríi og 6 eftir það, sá síðasti fer í upptökupróf ef einhverjir þurfa (ójá, sjálfsagt), einn þar á undan lokatími þar sem þau fá að spila tónfræðimatadorið og koma með nammi, tveir þar fyrir fara í tónheyrnarprófin (munnlegt og skriflegt), sem sagt, það eru bara 3 tímar eftir, sem nýtast til kennslu. Úff.


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa