niður í bæ á mótmælafund eins og ég hafði annars ætlað. Tók óratíma að fara yfir tónfræðiprófin, nýtt próf og fyrst þurfti ég að setjast niður og ákveða hvað hver spurning ætti eiginlega að gilda.
Flestum krökkunum gekk svo alveg þokkalega í prófinu, sem betur fór. Nú er bara að hamast í tónheyrn, hlustun og greiningu það sem eftir lifir vetrar. Ótrúlega fáir tímar eftir, nefnilega, í Suzuki er einn tími eftir fram að páskafríi og 6 eftir það, sá síðasti fer í upptökupróf ef einhverjir þurfa (ójá, sjálfsagt), einn þar á undan lokatími þar sem þau fá að spila tónfræðimatadorið og koma með nammi, tveir þar fyrir fara í tónheyrnarprófin (munnlegt og skriflegt), sem sagt, það eru bara 3 tímar eftir, sem nýtast til kennslu. Úff.
Nýlegar athugasemdir