Sarpur fyrir 3. mars, 2008

og þarna

vildi ég ekki búa í fellibyl:

sönnunin

loksins…

Ceiling Cat er til:

hér er ansi hreint

skemmtileg ferðasaga frá Íslandi. Rakst á þetta á wordpress listanum yfir áhugaverð blogg.

Reyndar verð ég að viðurkenna að ég kannast nú ekki alveg við lýsinguna á þjónustu á veitingahúsum, neðst í færslunni. Hefur greinilega verið heppin…

morgunmaturinn

við Bryndís vinkona mín og samkennari í Suzukiskólanum hittumst sirka einu sinni í mánuði og fáum okkur eitthvað að borða. Nú síðan í haust passa lausu hádegin okkar ekki sérlega vel saman, þannig að við höfum farið og fengið okkur morgunmat.

Oftast á Gráa köttinn, sem klikkar ekki.

Nema hvað, í morgun ætluðum við að prófa eitthvað annað, hún var svolítið tímabundin þannig að við röltum af stað niður í bæ klukkan hálfníu. Stefndum á Tíu dropa, neinei, opnar klukkan 9. Fullseint. Kíktum inn á Hótel Frón, þar var hægt að fá að kaupa sér morgunmat en virkaði hálfklénn, brauð og skinka og safi og súrmjólk, einhvern veginn langaði okkur ekki í það. Te og kaffi í MM húsinu heldur ekki opið fyrr en níu. Niður í Bankastræti fórum við, Kaffitár var opið en allt troðfullt, nenntum nú eiginlega ekki að bíða eftir plássi.

Út aftur. Vorum að spá í hvort við ættum að fara á 101, en duttum í staðinn inn á Prikið.

Þangað fer ég ekki aftur á mánudagsmorgni. Svo sem skemmtileg stemning, einn sat þarna með hundinn sinn, ósköp vel upp alinn (hundurinn það er að segja, veit ekki um manninn). Pöntuðum okkur, ég french toast, hún eggjaköku, báðar appelsínusafa.

Enginn appelsínusafi til. Ókei, eplasafa í staðinn, þá.

Engin egg til.

Þetta með eggin var verra, þar sem það útilokaði svona 70% morgunmatarseðilsins. Enduðum á að fá okkur rúnnstykki og ristað brauð. Svipað og við vorum búnar að fúlsa við á Hótel Fróni.

Ég skil reyndar ekki alveg hvers vegna þau gátu ekki hlaupið út í Vísi, í hálfrar mínútu fjarlægð og keypt Trópífernu og einn eggjabakka. Þá hefði maður kannski verið til í að koma aftur.

En þjónustufólkið var annars bara mjög lipurt og baðst afsökunar á hvað þetta var aumt. Ekki þeim að kenna.

Á leiðinni uppeftir aftur komum við svo við á Mokka og fengum okkur heitt súkkulaði. Það náttúrlega klikkar aldrei…

og þá

var ég að enda við að sækja um kreditkort – í fyrsta skipti á ævinni. Mesta furða.

Ætli ég ráði nú samt ekki við að vera með slíkt? Hugsa ég hrynji ekki í brjálaða neyslu og stórskuldir.

(p.s. á í vandræðum með að setja kategóríu á færsluna, ég er víst ekki með neina kategóríu sem heitir fjármál…)


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa