get ekki með nokkru lifandis móti munað að ég má ekki snúa myndavélinni minni upp á rönd þegar ég er að taka vídeó.
Á myndband af ógurlega flottum flugeld. Á hlið. Myndbönd af kisu að labba upp veggi – nei, á gólfinu, víst.
Toppaði mig algerlega í dag. Mætti á æfingu á píanódúettinum mínum, Sjóræningjapolka, sem verður frumfluttur á sunnudaginn eftir viku. Tók upp fyrsta hlutann af honum. Á hlið. Ekki séns að ég nennti að keyra aftur inn í Efstasund til að taka upp annan. Þannig að hér kemur vídeó af Ástríði og Arnhildi liggjandi á gólfinu og flyglinum hangandi fyrir ofan. Eða eitthvað.
Músíkin stendur vonandi fyrir sínu, samt…
Nýlegar athugasemdir