Sarpur fyrir 2. mars, 2008

hálfvitinn ég

get ekki með nokkru lifandis móti munað að ég má ekki snúa myndavélinni minni upp á rönd þegar ég er að taka vídeó.

Á myndband af ógurlega flottum flugeld. Á hlið. Myndbönd af kisu að labba upp veggi – nei, á gólfinu, víst.

Toppaði mig algerlega í dag. Mætti á æfingu á píanódúettinum mínum, Sjóræningjapolka, sem verður frumfluttur á sunnudaginn eftir viku. Tók upp fyrsta hlutann af honum. Á hlið. Ekki séns að ég nennti að keyra aftur inn í Efstasund til að taka upp annan. Þannig að hér kemur vídeó af Ástríði og Arnhildi liggjandi á gólfinu og flyglinum hangandi fyrir ofan. Eða eitthvað.

Músíkin stendur vonandi fyrir sínu, samt…

vorhreingerning

kominn tími, plönturnar voru teknar fyrir og skornar niður við trog í dag, á meðan var lag að þvo gluggana að innan.

skelfilega gott að vera búinn að því, þá bara bíða eftir lagi að hægt sé að draga fram slönguna og bílaburstann og þvo rúðurnar að utan. Fer að sjá út, bara.

og mikið svakalega er Kung Liljekonvalje eftir David Wikander sjúklega fallegt lag. Ójá.

jahá!

þróunin

þróun

ain’t that the truth?


bland í poka

teljari

  • 375.556 heimsóknir

dagatal

sagan endalausa