púsluspil

Í fyrramálið er fyrst kammeræfing hjá Freyju (9:30-10:15), svo langar Finn til að kíkja á kóræfingu (10:30-12:00, ekki víst að það gangi upp, reyndar), þá er dósasöfnun hjá kórnum hennar Freyju (mæting 11:00), Fífa á að mæta á kammersveitaræfingu líka klukkan 11:00 í Norræna húsinu, tónleikar hjá henni klukkan 14:00. Svo langar mig ógurlega til að kíkja í morgunmat á Sunnuflötina, Þorbjörn í bænum og ma&pa bjóða í morgunmat. Sé ekki alveg hvernig það á að geta gengið upp, því miður. Nóg að reyna að púsla hinu dótinu.

Fífu finnst reyndar að það sé kominn desember aftur, fernir tónleikar næsta hálfa mánuðinn og æfingar fyrir það allt saman. Kammertónleikar á morgun, tvennir Ungfóníutónleikar í næstu viku og strengjasveitartónleikar vikuna þar á eftir. Ég var reyndar búin að fá frí fyrir hana í strengjasveit eftir jól, út af samræmdu prófunum, en fiðluvinkonurnar hálfneyddu hana til að koma aftur, vantaði svo marga. Ekki smá sem þessir krakkar hafa mikið að gera!

Auglýsingar

4 Responses to “púsluspil”


 1. 1 Þorbjörn 2008-02-29 kl. 22:25

  Við hittumst þá bara í dymbilvikunni. Tökum á móti mömmu og pabba á þriðjudeginum þegar þau koma að utan.

 2. 2 Guðlaug Hestnes 2008-02-29 kl. 23:00

  Nú er allt að fara á fullt alls staðar, en þetta tekst og er yndislegt. Góða helgi.

 3. 3 hildigunnur 2008-02-29 kl. 23:04

  Þorbjörn, jámm, endilega 🙂 Hvenær ferðu annars heim á morgun? Beint af fundi?

  Guðlaug, já, við lifum þetta nú örugglega af, unglingurinn líka. Góða helgi sjálf 🙂

 4. 4 Jón Lárus 2008-03-1 kl. 21:53

  Við erum enn á lífi hér heima…


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 370.772 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
« Jan   Mar »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa

Auglýsingar

%d bloggurum líkar þetta: