Sarpur fyrir 29. febrúar, 2008

púsluspil

Í fyrramálið er fyrst kammeræfing hjá Freyju (9:30-10:15), svo langar Finn til að kíkja á kóræfingu (10:30-12:00, ekki víst að það gangi upp, reyndar), þá er dósasöfnun hjá kórnum hennar Freyju (mæting 11:00), Fífa á að mæta á kammersveitaræfingu líka klukkan 11:00 í Norræna húsinu, tónleikar hjá henni klukkan 14:00. Svo langar mig ógurlega til að kíkja í morgunmat á Sunnuflötina, Þorbjörn í bænum og ma&pa bjóða í morgunmat. Sé ekki alveg hvernig það á að geta gengið upp, því miður. Nóg að reyna að púsla hinu dótinu.

Fífu finnst reyndar að það sé kominn desember aftur, fernir tónleikar næsta hálfa mánuðinn og æfingar fyrir það allt saman. Kammertónleikar á morgun, tvennir Ungfóníutónleikar í næstu viku og strengjasveitartónleikar vikuna þar á eftir. Ég var reyndar búin að fá frí fyrir hana í strengjasveit eftir jól, út af samræmdu prófunum, en fiðluvinkonurnar hálfneyddu hana til að koma aftur, vantaði svo marga. Ekki smá sem þessir krakkar hafa mikið að gera!

flott sýning

fór á mjög skemmtilega myndlistarsýningu áðan, Hjördís I. Ólafsdóttir sýnir vatnslitamyndir og klippta ketti í litlum sal í Bókasafni Seltjarnarness. Mæli hiklaust með henni (og ekki bara vegna þess að Hjördís er móðursystir mín, sko).

Keypti meira að segja eina mynd, hlakka til að fá hana. Hmm, spurning hvar hún gæti hangið?

cello challenge

fann þetta hjá henni Elfu Rún, nokkuð skondið. Gekk svipað og henni, mamma er víst bara stolt af mér…

ofvirk ruslasía

Ruslasían hjá Vodafóni át heil fimm bréf sem hún átti ekki að taka, í nótt og morgun. Þar á meðal sitt eigið viðvörunarbréf, um að bréf hefðu stoppað í síunni (eitt af þremur slíkum núna í dag).

Ráðlegg þeim lesendum sem eru hjá Vodafone að skoða viðvörunarbréfin vel núna.

ég held

að það sé partí hér uppi á lofti.

Best að drösla sér niður hæð, fara að sofa og þakka fyrir það að í mínu gamla hljóðbæra húsi skuli vera heil hæð á milli, sem við ráðum.

Ekki að það séu oft partí uppi, en kemur nú fyrir samt. Annars er hann Gunni hér uppi á lofti þvílíkur munsturnágranni að eftir öðru eins mætti lengi leita…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa