Sarpur fyrir 27. febrúar, 2008

krakkarnir laus

krónísku eyrnabörnin mín, þau tvö yngri, fengu clean bill of health hjá eyrnalækninum í gær, þurfa ekki einu sinni að mæta í tékk framar.

Ekkert smá gott.

Freyja þarf reyndar að fara af og til og láta hreinsa út, eyrun fyllast alltaf af merg. Í ættinni. En það er auðvitað ekkert mál í samanburði við hitt.

Auglýsingar

frábært

komin nettengd tölva í stofuna mína í Hafnarfirði. Nú þarf ég eiginlega að læra almennilega á nýja gmailpóstinn minn svo ég geti búið til póstlista og sett tónheyrnarkrökkunum fyrir í tölvupósti. Engar afsakanir framar – ég var veik og vissi ekki hvað átti að gera heima…

Svo auðvitað hægt að finna skemmtilega hluti á netinu til að sýna þeim, búa til verkefni á netinu, fletta upp upplýsingum, jámm, allt þetta venjulega.

Og drepa tímann á meðan krakkarnir eru í prófi – eins og ég er að gera akkúrat núna…

lió


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
« Jan   Mar »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa

Auglýsingar