Sarpur fyrir 26. febrúar, 2008

prosím o potvrzení,

ze prijedete s tvojí kamarádkou-skladatelkou na koncert 25.6.2008

jámm, tónleikarnir með verkinu mínu í Tékklandi verða væntanlega þann 25. júní í ár. Þá er að setja sér deadline fyrir verkið og drífa í að klára.

Hlakka gríðarlega til að fara til Tékklands aftur. Og þá til Plzen, bara að passa sig að drekka ekki yfir sig af dökka Budvarnum, sem sveimérþá gæti talist uppáhaldsbjórinn minn. Ótrúlega lítið framleitt af honum reyndar, við fundum hann hvergi í Prag fyrir tveimur árum, hvar sem við leituðum. En í Plzen hlýtur hann að vera á annarri hverri krá.

Hópurinn sem er að panta frá mér er mjög fínn, Íslandstengingin er Eydís Franzdóttir sem spilar með þeim, hafa haldið tónleika hér, fyrir nokkrum árum. Þetta verður ekki lítið skemmtilegt.

ég fékk ekkert að spila

á æfingunni í kvöld. Bara ekki einn einasta tón.

Kom svo sem ekki til af góðu, þar sem stjórnandinn var lasinn í kvöld og ég fékk að stjórna. Það er reyndar ekki leiðinlegt, bara hreint ekki. Hugsa nú að ég hefði kannski ekki treyst mér til þess svona óundirbúið, nema vegna þess að ég þekki verkið út og inn – (reyndar í örlítið annarri útgáfu), líklega betur en nokkur hinna í hljómsveitinni. Verkið er Sjö orð Krists á krossinum eftir Haydn, alveg hreint magnað stykki, líkist eiginlega frekar Beethoven en þeim hugmyndum sem fólk hefur almennt um Haydn. Leyndi á sér, blessaður. Þetta verk er til í heilum þremur útgáfum, ein er fyrir strengjakvartett, önnur fyrir litla hljómsveit (sú sem við erum að flytja) og síðan fyrir kór, einsöngvara og stærri hljómsveit, Hljómeyki flutti það með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 1991 og ég hef haldið mjög upp á það síðan.

Gat tekið síðasta kaflann (bráðhraður Presto) hægt og rólega, svona til að spilarar vissu nú hvernig hann ætti að hljóma, á frumlestri í síðustu viku gat maður eiginlega ekki einu sinni fylgt nótunum eftir með augum og heila, hvað þá spilað. Hreinsaði líka upp 2-3 staði sem ég vissi að myndu reynast snúnir. Bara hið besta mál.

Vona nú samt að Óliver verði orðinn góður af pestinni næst. Pestir eru leiðinlegar.

samkeppni

humm, ekki fylgist maður með, ég var að frétta það núna að í gangi er samkeppni um nafn á tónlistarhúsið. Spurning um að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug (alls ekki má koma fram neitt – ráðstefnu – neitt, takk)

Annars sé ég grunninn og rúmlega það hér út um gluggann á Sölvhólsgötunni. Inspírasjón?


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa