Sarpur fyrir 25. febrúar, 2008

hafði vit á

þrátt fyrir alla syfjuna að undirbúa mig fyrir morgundaginn að hluta. Síðasta þriðjudag var ég fram til 10 mínútur yfir 10 að klára tímaplan og yfirferð (byrja að kenna hálfellefu). Ekki skemmtilegt að vera í svoleiðis stressi.

En sofa núna, ég nenni eiginlega engan veginn að svíða í augun af syfju allan daginn á morgun líka. Og hljómsveitaræfing annað kvöld, meira að segja.

óttalegur

mánudagur í mér, skil þetta ekki alveg. Ég sem svaf svo vel um helgina. Alveg að fara yfirum úr syfju hér og á eftir að kenna 4 tíma og fara svo á tónleika hjá Fífu í kvöld, hún er að spila kafla úr Mozartkonsert á skólatónleikum í Tónlistarskólanum í Reykjavík.

Kannski ég ætti að loka augunum í þessar 8 mínútur fram að næsta tíma? Humm?

mátti reyna

Sýnist vera

meiningin að selja húsið hér á bak við. Vinir okkar, Þogga og Bjöggi, löngu flutt suður í Reykjanesbæ, vilja selja blessaðan hjallinn. 16,5 millur, trænger til en kærlig hånd myndi Daninn segja, útleggst kannski hér sem: Tilvalið fyrir handlagna?

Fínasta útsýni úr eldhúsinu, ekki satt?

Reyndar er kjallaraíbúðin í húsinu á sölu á sama tíma, ekkert verð sett á hana reyndar. Vantar bara miðhæðina, ef einhver er til í að kaupa allan pakkann (helst rífa og setja sætan lítinn lystigarð í staðinn… hei, maður má nú láta sig dreyma!)


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa