„Space-Time continuum rift“ takkinn?
Sarpur fyrir 24. febrúar, 2008
þessir Samskipabústaðir eru bara tær snilld, fórum síðdegis á föstudaginn upp eftir, buðum engum með okkur í þetta sinn, bara fjölskyldan. Slöppuðum fullkomlega af.
Fallegt þarna uppfrá.
Við Fífa að leggja kapla
og krakkarnir fóru í heita pottinn, Finnur hélt lengst út.
Hálfskammarlegt að segja frá því, en playstationtölvan var tekin með – aðallega til að geta spilað dvd diska, en auðvitað laumuðust 2 leikir með í pokanum, hér keppa feðgarnir í Formúlu 1 leik
Ekki fór nú allur tíminn í tölvuleik samt, krakkarnir hálfsáu eftir að hafa ekki tekið sleða eða þoturassa með. Seinna, bara.
Gersamlega nauðsynlegt að komast aðeins í burtu, svona af og til…
ekki sem verst, Ítalarnir virðast hafa kunnað að meta hvað ég tók mikinn þátt í leiknum/listaverkinu eða hvað ég á nú að kalla það.
Bara mjög gaman að þessu, vona bara að það stoppi…
Nýlegar athugasemdir