Sarpur fyrir 20. febrúar, 2008

röflið

unglingurinn röflaði yfir okkur hálft kvöldið um hvernig stæði á því að hún þyrfti að læra heilar 5 stórar þéttskrifaðar blaðsíður um aðalsetningar og aukasetningar. Fór svo út í skammir á Geislabækurnar og húðskammir á strákaskammirnar í bekknum sem ekki gera verkefnin sín þannig að tímarnir fara í að reka þá í það í stað kennslu.

Þegar pabbi hennar var búinn að fá nóg, og bað hana hætta þessu, sagðist hún sko vel mega röfla, þar sem hún geri það nær aldrei.

Og það er líka alveg rétt hjá henni.

Svo settumst við niður og leystum aðal- og aukasetningavandræðin.

500 miles of comic relief

þetta er tóm snilld. Segi eins og Tóta pönk, vildi óska að ég hefði verið þarna:


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa