Í gær og í dag hef ég fengið innlit og komment frá ítalskri síðu hann Oscar bjó til meme um að ítalskir bloggarar heimsæki íslenskar síður og tjái sig – eingöngu á ítölsku – að minnsta kosti þrisvar.
Honum finnst merkilegt að flestir íslendingar virðist setja alvöru mynd af sér í avatar, reyndar sýnist mér hann vera með slíka sjálfur.
Eins og margir lesendur hér vita, talar Jón Lárus svolitla ítölsku og við þræluðum okkur í gegn um greinina sem ég setti hlekkinn á (alls ekki skrifuð á neinu barnamáli, sko) og ég bætti í memeið hjá honum að allir yrðu að læra að minnsta kosti 5 orð í íslensku.
Nú verður hann örugglega ógurlega forvitinn um hvað þessi færsla þýðir, gottáann…
Verst að hann skuli heita Ferrari!
Nýlegar athugasemdir