Sarpur fyrir 18. febrúar, 2008

ítalska innrásin

Í gær og í dag hef ég fengið innlit og komment frá ítalskri síðu hann Oscar bjó til meme um að ítalskir bloggarar heimsæki íslenskar síður og tjái sig – eingöngu á ítölsku – að minnsta kosti þrisvar.

Honum finnst merkilegt að flestir íslendingar virðist setja alvöru mynd af sér í avatar, reyndar sýnist mér hann vera með slíka sjálfur.

Eins og margir lesendur hér vita, talar Jón Lárus svolitla ítölsku og við þræluðum okkur í gegn um greinina sem ég setti hlekkinn á (alls ekki skrifuð á neinu barnamáli, sko) og ég bætti í memeið hjá honum að allir yrðu að læra að minnsta kosti 5 orð í íslensku.

Nú verður hann örugglega ógurlega forvitinn um hvað þessi færsla þýðir, gottáann…

Verst að hann skuli heita Ferrari!

handlaginn

var ósköp ánægð með vinnuna hjá múraranum um daginn, eins og ég sagði frá. Vorum hins vegar ofrukkuð um 2 1/2 tíma, ég hringdi og það var svo sem ekkert mál að laga það. Nema það er ekkert búið að laga það neitt. Erum búin að hringja þrisvar til að ítreka og ekkert gerist. Nú fer ég á eftir og stend yfir manninum þar til hann strokar reikninginn út úr bankanum (hann er náttúrlega kominn fram yfir tímann og ég nenni ómögulega að fá Intrum í heimsókn).

Frekar stór ljóður á annars ágætis þjónustu…

prófadagur

í Suzuki í dag, búin að segja krökkunum að þau geti komið hvenær sem er milli hálfþrjú og hálfsjö. Ekki hugsa ég að ég fái miklar frímínútur (humm, spurning um nesti…)


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa