Sarpur fyrir 17. febrúar, 2008

ææææði

tónleikarnir voru þannig. Æði.

Kórinn frábær. Músíkin snilld. Salurinn þakklátur og kórinn þakklátur til baka (einn sópraninn þurrkaði tár af hvarmi eftir standandi uppklapp)

Byr sparisjóður á skildar þakkir fyrir að styrkja tónleikana myndarlega. Hins vegar hefðu boðsmiðarnir þeirra mátt nýtast betur (eða ég reikna með að það hafi verið málið). Hálfu og heilu raðirnar auðar, skammarlegt (veit um fólk sem fékk ekki miða á netinu þar sem uppselt var á tónleikana)

En á móti voru reyndar elítuáheyrendur þarna.

Hljómeyki færði æfingu sína í dag til að fólk kæmist á tónleikana, það var bara nokkuð vel nýtt, þó talsvert vantaði reyndar upp á að allur kórinn væri. Kannski hafa þau hin ekki fengið miða…

spennandi tónleikar

og það tvennir í dag, spennan var gríðarleg í Vaughan Williams sinfóníunni hjá SÁ áðan, myndi 4. kaflinn haldast saman eða ekki. (hann hélst saman en það var tæpt á smá tímabili). Gekk annars bara feikivel á tónleikunum.

Svo eru tónleikar Kammerkórs eistnesku fílharmóníunnar í kvöld, það er líklega besti kór í heimi, bara. Reyndar hef ég ekki heyrt í þeim síðan Tönu Kaljuste hætti sem stjórnandi, en ég reikna nú ekki með öðru en að þau hafi valið sér einhvern mjög góðan í staðinn.

Verst að ég er enn svo upprifin úr spennunni frá fyrri tónleikunum að ég get eiginlega ekki hlakkað til hinna seinni…


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa