Sarpur fyrir 14. febrúar, 2008

eins gott

að Freyja minnti mig á að það er frí í sellótíma í fyrramálið, annars hefði ég rifið mig upp fyrir 10, mætt klukkan 10 mínútur yfir í Austurbæjarskóla og ekkert skilið í því hvað Freyja væri sein út. Bankað upp á (það er búið að læsa bakatil í Austurbæjarskóla, of mikið bar á því að fólk sem átti ekkert erindi inn væri að þvælast um og jafnvel stela úr vösum skólabarna), væntanlega komist inn, bankað á dyrnar hjá stranga kennaranum hennar Freyju (gaahh!) og Freyja: já en Pawel er úti og enginn tími…

úffff!

vínsmakk

fórum í skemmtilegt en laaaaaangt vínsmakk í gærkvöldi, austurrískur vínbóndi kom hér og hélt kynningu, heil 15 vín smökkuð, skoðaðar hugmyndir að miðum og spáð og spöklérað hvaða vín ættu nú helst heima hér á landi, hvað myndi seljast og hvað ekki. Byrjaði klukkan 8 í gærkvöldi (eftir langa kennsludaginn minn, úff) og var nærri til miðnættis.

Ég var svo búin á því að ég hafði ekki orku í að hafa skoðun á síðustu tveimur rauðvínunum.

Spennandi svo að sjá hvað kemur út úr þessum pælingum hjá okkur, bóndinn var allavega sáttur…


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa