Sarpur fyrir 10. febrúar, 2008

snilld að

fá óvænt smá tíma ein heima á sunnudegi, þó hálflasin sé. Bóndinn dró dæturnar með sér í búða- og sorpuferð (Bónus, Byko og Borpu vildi hann meina) og svo kom strákur hérna að spyrja eftir guttanum, ég náttúrlega vildi ekki hafa hann hér inni til að smita af nóróvírus þannig að ég henti þeim bara út að leika. Mesta furða hvað var lítið mál að draga Finn úr tölvunni, hann var bara alveg til í að fara út.

Í rólegheitunum hér heima tókst mér að klára heil 2 erindi af kórlaginu fyrir Frakklandsferðina. Og friðurinn ekki úti enn.

back to work…

ég get svo svarið það

árans Nóróvírusinn er ekki alveg búinn að sleppa takinu á mér. Best að halda mig heima við í dag, engin kóræfing í kvöld, mu. (afleitt, reyndar, ég sé ekki fram á að geta mætt næst, tvennir tónleikar á sunnudaginn kemur).

Best að hringja í stjórnandann. Má ekki við því að missa úr vinnu í vikunni.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa