Sarpur fyrir 7. febrúar, 2008

hehe

færsla sem heitir „Ég kvarta ekki“ og svo er næsta færsla í þvílíkum kvörtunartóni…

og ojbara

hvað ég er skelfilega kvefuð. Heyri ekki hálfa heyrn á hægra eyra, heyri aukasurg í sjálfri mér þegar ég tala (nei, það er ekkert á röddinni, sem betur fer) og lekur stanslaust úr nefi. Jakk.

ég kvarta ekki

yfir færinu, mér finnst satt að segja skemmtilegt að keyra í svona færi, eins og ég sagði áðan fer Mazdan allan fjárann. Hins vegar pirra mig enn meira en venjulega bílar sem þurfa endilega að leggja uppi á gangstétt beint fyrir utan þar sem ég þarf að bakka út (hehe, gat reyndar í allan dag keyrt beint inn í stæði hvar litlir/illa búnir bílar þorðu ekki að leggja). En það er bannsett bögg að þurfa að bakka á ská fram hjá ólöglega lögðum bílum.

Og þokkalega hefði ég ekki viljað reyna að komast framhjá þeim með barnavagn eða á hjólastól. Reyndar hefði ég ekki viljað reyna að ferðast með barnavagn eða á spítthjólastól almennt í dag.

braust á æfingu

í morgun, reyndar var það nú lítið mál, Mazdan blessuð siglir allt á loftbóludekkjunum sínum.

Æfingin, já, ég var sérstaklega búin að setja heila batteríið af myndavélinni í hleðslu til að geta tekið upp 1-2 kafla til að plögga frumflutninginn á 10 mínútum fyrir tvær fiðlur á laugardaginn klukkan 18:00 í Listasafni Íslands. 10 stuttir kaflar (um mínúta hver, duh!), einn reyndar heldur lengri. Hlíf Sigurjónsdóttir og Martin Frewer spila, ég var mjög sátt við túlkun þeirra í morgun, örfá atriði sem ég hnykkti á, breytti eiginlega engu.

En myndavélin varð því miður eftir, og þegar ég uppgötvaði það var ég búin að keyra alla leið út í Listasafn Sigurjóns, úti á Laugarnestanga og ekki séns að ég færi að brjótast til baka í góðu færðinni.

Kannski tek ég eitthvað smá á tónleikunum…

tók út

lióbrandarann, unglingurinn bara gat ekki horft á hann…


bland í poka

teljari

  • 375.038 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa