Sarpur fyrir 4. febrúar, 2008

Jæjaþá

kom að því að maður yrði fyrir ædentíþeft – ekki gríðarlega alvarlegu samt.

Tók eftir því í dag að inn á síðuna mína höfðu ratað nokkrir frá snilldarfærslu Hörpu Hreinsdóttur um veikindi borgarstjóra. Skildi þetta ekki alveg, því þrátt fyrir að hafa lesið færsluna fyrir talsverðu síðan mundi ég ekki eftir að hafa skrifað neina athugasemd við hana.

Fór inn á færsluna, og sjá: Neðst í athugasemdunum var fyrst einhver verjandi Barnalands eða er.is (sem ég hef reyndar aldrei ratað inn á), illa skrifuð athugasemd í mínu nafni og með vísun á síðuna. Sjá hér. Harpa sjálf skilur ekkert í þessu rugli í mér, eins og sjá má. Ég skrifa fúla færslu um að þetta hafi ekki verið ég. Nema svo (eftir annað svar Hörpu) kemur enn meiri ruglfærsla og enn tengd á mig.

Égetsvo svariðða…

Auglýsingar

tveir tímar til

mig langar heiiiiiim.

fór í bankann

sem er reyndar í frásögur færandi, ég hugsa að ég geri slíkt alveg þrisvar á ári.  Til að borga staðfestingargjaldið fyrir kórakeppnina í Frakklandi.  Rúllaði svosem þægilega í gegn hjá þjónustufulltrúanum (eins gott að ég spurði, hélt þetta ætti að vera hjá gjaldkera, löööööööng röð þar, annan virka dag í mánuði)

Þegar það var búið ætlaði hún svo þvílíkt að selja mér reglubundinn sparnað, tók varla gilt að ég væri með mestöll bankaviðskipti mín hjá Netbankanum, talaði fyrst um lífeyri (þar erum við í þokkalegum málum, held ég) og þegar ég tók ekki undir það, þá bara svona til að spara fyrir næsta fríi.  Það gerum við sko sjálf, ásamt greiðsludreifingu, ekki nokkur ástæða til að vera að láta bankann sjá um slíkt (og borga fyrir það)

Fyndið að lenda á svona ýtnum sölumanni, þó maður villist inn í bankann…

heilsufarið

ekki sem verst, hálsbólga í lágmarki (örlítið vont að kyngja en bara öðrum megin í hálsinum), situr ekkert á röddinni. Krakkarnir bæði hitalaus, Finnur hóstar reyndar svolítið illa ennþá, er komin með hann á púst og hóstasaft. (nei, ekki SEM saftina, reyndar)

Farin að erindast og kenna, gott að komast út úr húsi.

gæti verið að ég

sé að fá hálsbólgu? Hmmm. Mæti nú samt bókað í kennslu á morgun, skiptir engu hvort ég get talað eða ekki. Hlýt að finna eitthvað fyrir þau að gera sem ég þarf lítið að tala.


bland í poka

teljari

  • 370.772 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
« Jan   Mar »
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa

Auglýsingar