Sarpur fyrir 3. febrúar, 2008

æææih

ég held að Freyja sé búin að veiða pestina. Reyndar ekkert kastað upp ennþá, en henni var illt í maganum í kvöld og vildi ekki einu sinni bollu (Fífa bakaði helling af vatnsdeigsbollum í dag).

Reyndar kastaði Finnur upp í morgun, í gær var hann með nærri 40° hita og ljótan hósta, hóstinn hefur snarminnkað, enginn hiti í dag, smá uppköst í morgun en ekki einu sinni ógleði í framhaldinu. Spes. Vonandi sleppur hann svona vel og er búinn með þetta.

Hann hefur reyndar tröllatrú á því að konfektmoli lagi magapest, virkaði bæði núna og þegar hann fékk slíka pest um daginn. Kannski hefur hann uppgötvað lækninguna…

vaááá

sskúlptúr

fínt

að það er farið að hlýna svona, manni fannst næstum því heitt að koma út áðan, eitthvað annað en í gær. Fórum samt í Sorpu í gær, allt orðið fullt af drasli, flöskurogdósir, pappi, fernur, járn, gler, dagblöð, júneimitt. Sjálfspíningarhvöt að fara í Sorpu í þessum kulda samt. Skutumst svo aftur í dag, nú með bækurnar sem við ætlum að láta, í Góða hirðisgáminn, allt annað líf.

Það væri samt vonandi að bannsettur Spánarsnigillinn og vespustofnarnir þoli ekki þetta kuldakast, þá er það vel þess virði að þola nokkra svona daga.

mikið er skemmtilegt

að bjóða sumu fólki í mat, gestir kvöldsins tóku veeerulega vel til matar síns.  Ekki kvartar maður…

Í dag var annars greinilega verið að opna nýtt Bónus á Fiskislóð. 100 metra frá Krónunni. Ekki sé ég fram á að stíga þar inn fæti, fáránleg staðsetning, greinilega verið að reyna að bregða fæti fyrir vinsæla og flotta búð Krónunnar. Bónus vesturfrá misst stóran spón úr aski þegar hún var opnuð, jú.


bland í poka

teljari

  • 375.119 heimsóknir

dagatal

febrúar 2008
S M F V F F S
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
242526272829  

sagan endalausa