vá!

hvað gekk vel í gær, meira en troðfullt, reyndar, misskilningur með hvað kæmust margir í kirkjuna (ég get svarið að það var búið að taka svolítið af bekkjum, úti í öðrum vængnum).  Slatti af fólki stóð, þrátt fyrir að við rusluðum upp stólum aukalega.  En ég heyrði nú ekki margar óánægjuraddir, bauð því fólki sem stóð að fá miðana endurgreidda, sjáum til. 

Allavega gekk flutningurinn afskaplega vel, 1-2 staðir sem voru pínu shaky, annars rann þetta í gegn.  Þetta er bara svo mögnuð tónlist, var frábært að syngja. Hallveig var ómetanleg í miðasölu og Fífa og Laufey vinkona hennar í anddyrinu.  

Sérkennilegt reyndar að það kom slatti af fólki inn og stóð bara, fyrir framan þar sem þær voru að taka á móti miðum, sagðist ætla að sjá til hvort það fengi miða þó væri búið að segja að það væri uppselt.  Svo stóð liðið þarna bara áfram.  Treysti því þó að það reyni ekki að fá miðana endurgreidda… 

10 Responses to “vá!”


 1. 1 gestur 2007-12-29 kl. 14:33

  já og var svo að laumast til mín og sníkja prógrömm.. það var nú merkilegast af öllu!

  Frekjan alveg yfirgengileg, alveg bókað að fólki þótti bara alveg sjálfsagt að vaða yfir stelpurnar, glætan að þau hefðu gert þetta ef það hefðu verið fullorðnir að taka við miðum. Sem betur fór voru nú sumir sem skelltu sér og borguðu eftir tónleikana en sko ekki næstum allir! Eyðilagði nú frekar fyrir mér tónleikana þar sem ég stóð og lét þetta fara í taugarnar á mér 😉

  En tónleikarnir voru flottir, takk fyrir þá 🙂

 2. 2 gestur 2007-12-29 kl. 14:33

  hmm já þetta var semsagt ég hún systir þín..

  veit ekkert hver þessi Gestur er.. ekki Gestur barnalæknir allavega 😀

 3. 3 hildigunnur 2007-12-29 kl. 17:44

  hmm, þetta gerist þegar þú ert með gestaskráningu til að geta kíkt á Þóru blogg. Verður að skrá þig út af því.

  Og já, ótrúlegt að liðið vilji svo fá prógramm…

 4. 4 Syngibjörg 2007-12-29 kl. 19:34

  TIl hamingju með þetta. Er sammála þér að þetta er eitt af þeim verkum sem maður stendur með gæsahúð á meðan maður syngur. En ég hef reyndar ekki sungið það allt- á það bara eftir. Ég heyrði viðtalið við Manús og svo tóndæmi frá ykkur í lokinn og það sem ég heyrði var ægilega flott. Og ég hló upphátt þegar þulurinn sagði að þetta væri „í fyrsta sinn á Íslandi“ sem þetta verk væri flutt í heild sinni.
  Púkinn ég. Frekar gott útspil hjá ykkur :O)
  Er nefnilega með ofnæmi fyrir „fyrsta sinn á Íslandi“ syndróminu á Skólavörðuholtinu.

 5. 5 hildigunnur 2007-12-30 kl. 12:39

  Hvernig ætli það hljómi þá í vor? Fyrsta skipti á Íslandi með 3 djúpa bassa? 😉

 6. 6 maggi 2007-12-30 kl. 12:46

  Við héldum þessum frasa mjög lítið á lofti. Það stóð í fréttatilkynningunni að Hljómeyki réðist fyrstur íslenskra kóra í þetta stórvirki. Annars var þetta hvergi tekið fram, ekki á plakatinu. Hins vegar vildu fréttamennirnir gera mikið úr þessari staðreynd. Ég var spurður út í þetta í útvarpsviðtalinu en benti á að það væri ennþá fullt af kórverkum sem hægt væri að flytja í fyrsta skipti á Íslandi.
  Og Syngibjörg: það var held ég Kings college sem þú heyrðir í útvarpinu, ekki Hljómeyki.

 7. 8 hildigunnur 2007-12-30 kl. 14:02

  Já, það var ekki keyrt á frumflutningiáíslandi hér, enda ekki okkar stíll…

 8. 9 Syngibjörg 2007-12-30 kl. 14:34

  Þetta var nú ekki meint þannig hjá mér að þið væruð að auglýsa þetta þannig – hjó bara eftir þessu því hér hefur þetta borið á góma (skólavörðuholtssyndrómið)og átti þetta nú bara að vera svona smá djókur.

 9. 10 hildigunnur 2007-12-30 kl. 14:44

  jájá, ég tók þessu allavega algerlega þannig 😀


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.798 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: