Sarpur fyrir 26. desember, 2007

hreindýr

hreindýrasteik

höfðum hreindýrasteik, keypta austan af Héraði í matinn í gær. Skemmst frá því að segja að við höfum líklegast aldrei borðað eins gott kjöt (og ég er ekki að undanskilja nautasteik sem barst enn lengra frá). Bara brúnuð aðeins á pjödupönnunni, hent á nokkrum einiberjum ásamt salti og pipar. Inn í ofn á 175 í um klukkutíma, eða þar til kjöthitamælirinn sýndi 60°, þá tekin út og pakkað inn í álpappír í svona kortér. Bráðnaði gersamlega í munni. Meðlæti smjörsteiktar kartöfluskífur, heimalagað rauðkál og villibráðarsósa (ekkert soð af steikinni, keypti bara villibráðarsoð í krukku frá Nóatúni, bakaði upp með henni og smá rjóma). Og fíkjusulta. Og Inkará frá Bon Courage með. Smellpassaði.Afgangur núna í hádeginu. Get ekki beðið. Sleppum samt rauðvíninu núna…


bland í poka

teljari

  • 371.773 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa