Sarpur fyrir 10. desember, 2007

Helgin

var hektísk en frábær. Á laugardeginum klukkan hálftíu morgunmatur og síðan hljómsveitaræfing fyrir tónleika SÁ á sunnudaginn, á meðan var Jón Lárus á fullu spani með Freyju á kammeræfingu, skila litla gutta í pössun til ömmu sinnar og afa í Kópavogi, heim að pakka fyrir okkur smotteríi, ná svo í okkur Fífu á hljómsveitaræfingu, heim, svo keyrt beint upp í Skálholt. Stelpurnar ætluðu að fá að vera einar heima, í fyrsta skipti yfir nótt, við gistum uppfrá.

Vorum búin að búa okkur undir hálku og hættur á leiðinni en svo reyndist marautt og þurrt þannig að við vorum í góðum tíma uppeftir. Veitti reyndar ekki af, því þrátt fyrir að klukkan væri ekki nema hálfþrjú var fólk farið að þyrpast í kirkjuna til að fá góð sæti.

Tónleikarnir voru bara mjög flottir, verkið okkar Hörpu tókst reyndar ekki alveg nægilega vel, fór aðeins í sundur og smá óöryggi, en eftir að við vorum dregnar upp fyrir klapp lét Hilmar Örn syngja og spila það aftur og þá small allt. Gekk bara afskaplega vel.

Kaffi, freyðivín og kökur hjá stjórnandanum á eftir, þar í góða stund þar til flytjendur fóru að tygja sig í seinni tónleika dagsins, klukkan 6. Við Jón Lárus fórum þá yfir í húsið sem við höfðum til að gista í, gáfumst upp fyrir langþreytunni og steinsofnuðum.

Í svona einn og hálfan tíma.

Aftur til Hilmars þegar við grilltum hreyfingu í kirkjunni, seinni tónleikarnir búnir. Dælt í mann meira freyðivíni og rauðvíni, Jón hafði ákveðið að vera á bílnum þannig að hann hélt sig til hlés. Um hálfníuleytið var keyrt upp á Kaffi Klett, man ekki hvort ég hef lýst þeim stað fyrir lesendum. Kaffi- og veitingahús í Reykholti (Biskupstungum, skoh). Þar fæst ein albesta kaka landsins. En sú var ekki á boðstólum núna heldur hlaðborð að hætti hússins. Frekar sérkennilegt hlaðborð, samanstóð af hrísgrjónarétti með kjúklingi, pastasalati, brauði, mismunandi kryddsmjöri og – frönskum og kokkteilsósu!

En vont var þetta hreint ekki. Bara ljómandi gott, reyndar. En spes.

Skemmtiatriði hver öðru fyndnari, undirrituð gerði sig að fullkomnu fífli með að reyna að syngja með bandinu Bleki og byttum (nafnið má skilja á marga mismunandi vegu). Örugglega gaman í þessum kór, fólkið frábært.

Héldum út til tæplega eitt, þá aftur í Skálholt, í húsið. Ótrúlega stjörnubjart og fallegt, norðurljós meira að segja.

Einn bjór uppfrá og svo hrunið út.

Sofið til hálfellefu (ekki veitti af), dröttuðumst í bæinn upp úr hádegi, með smá viðkomu hjá Hilmari. Í bænum, beint í Seltjarnarneskirkju að spila á tónleikunum sem æfingin morguninn áður var fyrir, þá beint að sækja litla gaur í afmælisveislu heim til Óla bróður (súrast að missa alveg af henni), beint heim, beint á æfingu í Seljakirkju, beint heim aftur. Ekki beint að sofa, eins og annars stóð til.

Hvernig stendur annars á því að maður ákveður kvöld eftir kvöld að fara snemma að sofa en svo gengur það bara aldrei upp. Skrítið…l

og svo Snittesangen

sni(tt)lilldarlag dagsins í dag frá De Nattergale:


bland í poka

teljari

  • 371.773 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa