Sarpur fyrir 2. desember, 2007

Herbergið hans Finns

mér sýnist drengurinn vel geta flutt inn fyrir jól, þýðir reyndar ný rúm handa þeim báðum. Jón Lárus segir frá framkvæmdum á sinni síðu.

Ætlaði ekki

að orka á tónleika Camerata Drammatica áðan, þó mig dauðlangaði. Svo hringdi Vælan og bauð miða (reyndar frá Sigga frænda). Þannig að við Fífa drifum okkur og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Flottustu tónleikar sem ég hef farið á talsvert lengi. Hópurinn snilld, Peter Spissky frá CoCo leiddi og stjórnaði, maðurinn er bara snillingur. Bókstaflega dansaði með músíkinni á sviðinu, allir hrifust með.

Hallveig söng þarna í forföllum Mörtu Halldórsdóttur sem veiktist á síðustu stundu. Hrikalegt að detta svona út, ömurlegt fyrir Mörtu en Hallveig stóð sig að sjálfsögðu feikivel. Ágúst Ólafs söng líka með sinni flauelsrödd, unaður að hlusta.

Tónleikarnir voru teknir upp, verða líklega fluttir á jóladag. Ég hlusta. Þið líka…

Jólatónleikar barnanna

afstaðnir. Í tónlistarskólunum, það er að segja. Kórarnir eftir. Jú og Fífa á eftir að spila konsertkaflann sinn. En allavega Suzukidótið er búið, eins og það er nú skemmtilegt er alltaf pínu gott þegar það er frá, sækjumogsendum þjónustan er gríðarleg í sambandi við æfingar og annað, þegar maður er með meira en eitt barn sem spilar.

Í gær var Freyja fyrst að syngja með Graduale futuri í Blómavali, þurfti svo að kippa henni út áður en þau voru alveg búin að syngja til að þau Finnur næðu á réttum tíma á tónleikana í Grensáskirkju.

Lesendur sleppa að þessu sinni við youtubeklipp frá montnu mömmunni, myndavélin var batteríslaus þegar til átti að taka. En Finnur stóð sig ótrúlega vel í stóru hljómsveitinni, langminnstur af öllum, ég hélt að hann myndi nú bara sullast í gegn um þetta á feikinu en hann var greinilega að spila nóturnar. Duglegur.


bland í poka

teljari

  • 371.717 heimsóknir

dagatal

desember 2007
S M F V F F S
 1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031  

sagan endalausa