Sarpur fyrir 29. nóvember, 2007

og sá litli

er kominn með nýtt blogg, við getum ekki fyrir okkar litla líf munað aðgangsorðið hans að hotmail, til að hann geti haldið áfram á gömlu síðunni.  Munum reyndar ekki einu sinni netfangið hans, þar. Höfðum vit á að láta senda upplýsingarnar um nýju síðuna á mitt netfang… 

Grey’s Anatomy

keyptum okkur þriðju seríu á Amazon (erum ekki með stöð 2), datt inn í fyrradag. Horfðum á fyrsta þátt í gærkvöldi, þetta var bara eins og að hitta gamla heimilisvini aftur. Jafnvel þó við vitum að þriðja sería er ekki jafngóð og fyrstu tvær.Þá er bara að spara þetta fram að jólafríi, bannað að horfa á 4-5 þætti fram á nótt, eins og við áttum til með hinar seríurnar.

spenna

Litli gaur var gríðarspenntur í dag, var boðið í afmæli og það ekkert sérlega venjulegt.  Bekkjarfélagarnir voru sóttir á slökkviliðsrútu, fengu að skoða allt í krók og kring á slökkvistöðinni og renna sér niður stöngina frægu.   Fékk frí í tónfræði til að fara þetta, afmæli eru reyndar ekki afsakanir, venjulega, en svonalagað er náttúrlega spes. 


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa