get ekki beðið

þrátt fyrir borðann og allt, ég er bara of montin. Freyja á selló, ásamt Daníel Pálssyni, lifandis ósköp af fiðlum og víólum, kenni slatta af þessum krökkum. Kennarar með í öllum röddum nema sellóinu. Hrifsaði upp myndavélina þegar lagið var flutt aftur, hélt að ég hefði náð því, en það vantar fyrstu 1-2 tónana. Má vel njóta, samt:(nei, ég á ekki útsetninguna, bara svolítið í sellóskottunni og pínupons í hinum.  Montin af krökkunum, ekki laginu) 

13 Responses to “get ekki beðið”


 1. 1 io 2007-11-28 kl. 11:11

  Montin máttu vel vera!
  Flott flott 🙂

 2. 2 Guðlaug Hestnes 2007-11-28 kl. 11:33

  OMG, þú mátt vera montin, þetta er flott.

 3. 3 vælan 2007-11-28 kl. 11:51

  er þetta útsetning eftir þig? Rosa flott, gaman að sjá alla gömlu grísina mína 😀

 4. 4 Veiga 2007-11-28 kl. 12:00

  Ég kemst í þvílíkt jólaskap við að hlusta á þetta lag. Rosalega flott.

 5. 5 Tryggvi M.B. 2007-11-28 kl. 12:01

  Flott útsetning, hljómar mjög „erlendis“

 6. 6 hildigunnur 2007-11-28 kl. 12:06

  Nei, því miður á ég nú ekki heiðurinn af útsetningunni, bara á svolítið í einu barninu og pínu ponsu í hinum 😀

 7. 7 Harpa J 2007-11-28 kl. 12:48

  Þetta er bara æðislegt. Og þó mín jól byrji líka í desember þá má alveg gera undantekningar á því – ekki síst þegar svona dugleg börn eiga í hlut. Það er sko eitthvað annað er verslunargarganið!
  (Og svo byrjan aðventan líka um helgina 🙂 )

  Eitt enn – á hvernig vél er þetta tekið?

 8. 8 hildigunnur 2007-11-28 kl. 13:02

  Þetta er nú bara tekið á Canon Ixus 400 myndavélina mína. Verð að viðurkenna að mig langar ógurlega í vídjótökuvél…

 9. 9 Syngibjörg 2007-11-29 kl. 08:15

  Mjög flott – og útsetningin er smart.

 10. 10 Anna S. Hjaltadóttir 2007-11-29 kl. 12:35

  Á eftir að skoða þetta með hljóði 😉 En segi samt að þú mátt alveg vera montin, ekkert að því!!!

 11. 11 hildigunnur 2007-11-29 kl. 12:48

  Anna, hljóðið er algjört möst 🙂

 12. 12 Auður 2007-12-13 kl. 15:49

  er kannski sein að kommenta á þessa færslu, en verð samt að segja þér frá því að hann Ari er gjörsamlega heillaður af þessu myndbandi og tónlistinni sem fylgir, heimtar reglulega að sjá krakkana, selló og fiðlu!

 13. 13 hildigunnur 2007-12-13 kl. 23:21

  Frábært 😀

  Og ég sé öll komment, þó þau séu við eldgamlar færslur

  Bið að heilsa litla frænda og pabbans 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s
bland í poka

teljari

 • 373.761 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa


%d bloggurum líkar þetta: