Sarpur fyrir 27. nóvember, 2007

nörd, nörd, nöööörd

magnararnirYfirleitt, þegar fólk kemur inn í stofu til mín í fyrsta sinn rekur það augun í þessar græjur úti í horni. Einhvern tímann kvölds kemur iðulega spurningin: Heyrðu, hvað er þetta annars, þarna, þessar rúllur? Lítur ekki út eins og magnarar, nei. Formagnari (lampa) og tveir kraftmagnarar, sinn fyrir hvorn hátalarann. Gæti reyndar fengið mér annað par af kraftmögnurum til að krossmagna, bassann öðru megin og diskant hinu megin. Fékk það (vafasama) hrós áðan að þetta væri alvöru audiophile setup, en reyndar gabbar plötuspilarinn fyrir neðan, við getum alls ekki spilað plötur núna, magnarinn er ekki með phono inngang, það er hægt að fá eina rúllutertu í viðbót með slíkum, buðum meira að segja í slíkan á ebay fyrir nokkrum mánuðum en hann fór hærra en við vorum tilbúin að borga. Kannski verða laser turntables einhvern tímann á þolanlegu verði. Ekki enn, ekki enn.

jippí

komin með 5 gíg í vinnsluminni og nýja hátalara. Þvílíkur munur. Gömlu hátalararnir voru generic fyrir gömlu tölvuna mína og virkuðu aldrei vel á þessa, maður heyrir í músíkinni núna. Er í augnablikinu að hlusta á þriðju sinfóníu Beethovens en það var enn meiri munur á Bítlalaginu sem ég spilaði áðan. Voffinn undir skrifborðinu með læti og allt.

Finn svo sjálfsagt meiri mun á hraða vélarinnar þegar hinir notendurnir eru farnir í gang og allir búnir að ræsa svona 3-4 forrit, nema ég kannski svona 10…

gaman gaman

Ljósið kemur

langt og mjótt, önnur útsetning mín, aftur er það tríóið hennar Freyju:


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa