Sarpur fyrir 25. nóvember, 2007

lángur dagur

tja, það er að segja, síðan ég vaknaði, svona rétt fyrir hádegið.

Sveik sjálfa mig og keypti jólavörur í dag (tja, verður maður ekki að kaupa aðventukransinn fyrir fyrsta í aðventu, annars)?

Keyptum líka fatahengi í nýja innganginn okkar, komið upp, ansi fínt bara.

Svo var auðvitað fiðludagurinn mikli. Paganiniútsetningarnar tókust gríðarvel og að sögn sönglagið líka. Við Fífa hlustuðum á í góða stund, ég held að allt konseptið hafi bara verið ógurlega flott, mismunandi þemu innan dagsins, flottir suzukinemendur byrjuðu, þá barokktónlist, kaffihúsatónlist, glæsitónlist (Paganini og Kreisler og þannig), þjóðleg tónlist og svo íslensk fiðlutónlist. Hefði alveg verið til í að sitja þarna bara allan daginn og hlusta.

En það var ekki boðið upp á það, ónei. Freyja átti að mæta á æfingu klukkan hálfsex og ég var líka búin að lofa Fífu að æfa með henni hljómsveitarnótur. Æfing Freyju var síðan alveg til rúmlega 7, þá átti ég eftir að keyra hana heim og ná í dót sem til stóð að skila á kóræfingunni (Elín, ég missti af þér!). sitja kóræfingu (kom aðeins of seint og liðið stóð skjálfandi fyrir utan), skjótast svo í leifarnar af partíi eftir fiðludaginn. Heim komin ríflega miðnætti. Væri þreytt, ef ekki væri fyrir upphaf færslunnar.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa