Sarpur fyrir 22. nóvember, 2007

útkeyrsla

þá er að keyra út vörurnar sem Fífa seldi. Ekki skemmtilegasti hlutinn af kórastarfinu, það væri synd að segja. Og ég sem er svooooo þreytt.

Einhvern veginn held ég að þetta verði ekki auðveldara þegar Freyja dettur inn í þennan pakka (fljótlega – gaaaah!). Hún er nefnilega ansi hreint kræfur sölumaður, gæti verið að það þyrfti tveggja kvölda útkeyrslu.

En í kvöld, bara eitt kvöld, vonandi. Hringurinn frá Garðabæ, gegn um Fossvog og Fellsmúla, og vestur í bæ. Sem betur fer þarf ég ekki að keyra til þeirra í Kebblæk og Hnakkabæ, reddum því öðruvísi.

Og svo MAN ÉG EKKI hver vildi kaupa annan pakka af þvottaefninu. Skrifaði það sjálf niður á samtölublaðið en ekki á sjálft pöntunarblaðið. Urr. Ef viðkomandi les, endilega hnippa í mig.

Það sem maður leggur ekki á sig…

907-2020

er símanúmerið sem ég hvet alla til að hringja í núna.

Stuðningur við hjálparstarf eftir hamfarirnar í Bangladesh.

Ég er búin að hringja, ert þú búin(n)?


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa