Sarpur fyrir 19. nóvember, 2007

þriðjudagurinn fyrir viku

hefði átt að vera síðasti dagurinn minn í tónheyrnarkennslu LHÍ þessa önn. Býð samt upp á aukatíma á morgun, vegna þess að nemendur misstu 2 tíma út af þessum bannsettu veikindum. Ekki skyldumæting. Spennandi að vita hverjir koma. (bókað einhverjir en jafnbókað ekki allir)

Hefði samt alveg þegið að eiga frí á morgun, orkan ekki beinlínis í hámarki.

töff

Auður Lilja góð hér

bankinn…

góður. Og svo satt!

orð skulu standa

er alltaf hlustað á hér yfir rauðvínsglasi á síðkvöldi, ekki á laugardagssíðdegi þegar annað hvort er verið að æfa krakkana eða sjálfan sig, undirbúa matarboð eða eitthvað álíka. Skylduhlustun samt, enda hef ég engan heyrt hallmæla þættinum nema Þórð Árnason.

Hlustuðum í kvöld, eftir að ég kom af kóræfingu. Í lok þáttar kemur oft innslag frá sr. Pétri Þorsteinssyni, höfundi orðsins „pottormar“ fyrir spakettí, og ýmsum fleiri snilldarorðum.

Í þætti gærdagsins var spurt: hvað skyldi boðberi tákna í pétrísk-íslenskri orðabók?

Svarið var: sá sem berar sig í boðum. Líklega eftir neyslu einhvers konar vímuefna, skulum við vona.

Er þá boðflenna sá sem ekki berar sig alveg, bara flassar…?


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa