Sarpur fyrir 17. nóvember, 2007

tónleikar

þeirrar elstu gengu ljómandi, alltaf hár standard á eldri strengjasveitinni í Tónó. Gott mál. Gleymdi að sjálfsögðu myndavélinni.

Svo erum við búin að vera að standa á haus hér í dag, fólk í mat, tiltekt og matseld, matarboð, skoh, núna. Liðið mætti í miðjum skrifum. Er hér enn. Bara henda inn færslunni og svo aftur í gesti.

Gæti hent inn uppskrift á brallið, eftir pöntun, verður tilkynnt hér.

já og

sem ég sat hér við að leggja lokahönd á parta á sumarlaginu, sitja hjá mér bóndinn og unglingurinn og kýta, reyna að outyucka hvort annað með að beygja fingur í undarlegar áttir (unglingurinn) og sýna hvað getur verið æðaber (bóndinn). Ég sprakk á tímapunkti, þegar ég var búin að „klára“ og prenta út nokkrar útgáfur af pörtum þar sem vantaði nauðsynlega hluti, ég ekki hafa einbeitingu, neeei. Burt með ykkur, þarna og hættið að kýta!

Unglingurinn: Hei, pabbi, förum eitthvað annað að röfla. Ég: Ókei, ekki styttra en út á Klapparstíg.

Nú sitja þau, sallaróleg í stofunni og spila. Ég held ég þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af unglingavandamálum hér á bæ, allavega ekki í bili.

Sýndi annars unglingnum og verðandi unglingnum þetta snilldarmyndband áðan:

Unglingurinn varð vandræðalegur.  Þeim verðandi þótti þetta bara fyndið.

búin

með sumarlagið, útprentað nú þegar, skilast í fyrramál, þá eru nokkrar útsetningar, áfram fyrir fiðlu, á Paganíní kaprísu, þarf að klárast fyrir laugardaginn (og ég sem er ekki byrjuð, glúbb!)

Reyndar sniðugt að ekki er ég fyrr búin að skila inn einu verki en pöntun berst fyrir annað. Kammerverk fyrir nokkra blásara og sópransöngkonu, mun frumflytjast í Tékklandi í júní (að fengnum styrkjum, vonandi). Snilld. Þá er að byrja að skoða texta.


bland í poka

teljari

  • 373.923 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa