Sarpur fyrir 16. nóvember, 2007

ekki í jólaskapi

annars, enda er ég að útsetja þvílíkt sumarlag, Í grænum mó, eftir Sigfús Halldórsson fyrir fiðluhóp, Fiðludagurinn nálgast og ég fékk það verkefni að útsetja þekkt íslenskt sönglag. Valdi þetta og nú er ég í sumarskapi.

Enda spretta fíflablöð hér undir húsvegg. Ekki sérlega jólalegt, ekki vetrarlegt einu sinni.

þá hellast yfir

okkur jólatónleikar barnanna, fyrstu á morgun, Fífa spilar með strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík, tónleikar í Von, húsi SÁÁ við efstaleiti klukkan 14.00, á laugardaginn eftir viku aftur Fífa, kammerverk, þá á mánudaginn eftir rúma viku er Freyja að spila þrennt, tvö lög með kammerhópnum, eitt sóló og svo með stóru krökkunum í skólanum, (spennandi) útsetningu á White Christmas (eins og mér leiðist það lag yfirleitt þá er þessi útsetning gersamlega laus við væmnina sem yfirleitt fylgir flutningnum á þessu lagi) og svo eitt sóló. Fífa mögulega sóló á mánudagstónleikum í Tónó, ekki alveg búið að negla. Helgina þar á eftir, yngri deild í Suzuki, Freyja og Finnur spila með hljómsveitinni og Finnur mögulega eitthvað einn.

Ekki væri þetta nú stórmál, nema fyrir æfingaflóðið sem fylgir þessu öllu saman. Úff. En vel þess virði, samt.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa