Sarpur fyrir 15. nóvember, 2007

keyptum

einhver lifandis ósköp af osso bucokjöti, nær 5 kíló. Erum að bjóða þremur vinnufélögum Jóns Lárusar ásamt mökum í mat á laugardaginn. Nei, ég held nú ekki að þau éti svona svakalega mikið, en það hefur aldrei skaðað að eiga afgang af osso buco. Það skemmist aldrei. (Reyndar er nú slatti af beini þarna með, þetta er ekki bara kjöt).

Veitir annars ekki af því að bjóða einhverjum hér heim, íbúðin má vel við smá tiltekt. Hugsa að ég verði alveg í standi fyrir smá svoleiðis á laugardaginn, annars verða þau hin bara að sjá um að taka til og þrífa (múhahahahah)

flott grein

Las þessa aðsendu grein í Fréttablaðinu í gær. Ekki smá sannleikur þarna. Báðar stelpurnar mínar hafa lent í að vera með svona snarvitlausa krakka inni í bekk, ekki nokkur friður til að læra.

Myndum við sætta okkur við svona inni á okkar vinnustöðum? (þ.e.a.s. ef við höfum ekki valið okkur að vinna með erfiða einstaklinga, NB). Að það sé ekki vinnufriður einn einasta bút úr degi fyrir einhverjum sem getur ekki hagað sér.

Skólinn er vinnustaður barnanna okkar. Auðvitað eiga erfiðu börnin rétt á námi og skólagöngu, en hafa hin engan? Þau sem vilja gjarnan vinna og læra?


bland í poka

teljari

  • 377.779 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa