einhver lifandis ósköp af osso bucokjöti, nær 5 kíló. Erum að bjóða þremur vinnufélögum Jóns Lárusar ásamt mökum í mat á laugardaginn. Nei, ég held nú ekki að þau éti svona svakalega mikið, en það hefur aldrei skaðað að eiga afgang af osso buco. Það skemmist aldrei. (Reyndar er nú slatti af beini þarna með, þetta er ekki bara kjöt).
Veitir annars ekki af því að bjóða einhverjum hér heim, íbúðin má vel við smá tiltekt. Hugsa að ég verði alveg í standi fyrir smá svoleiðis á laugardaginn, annars verða þau hin bara að sjá um að taka til og þrífa (múhahahahah)
Nýlegar athugasemdir