einn ircarinn var að vandræðast með að losna við 10 poka af flöskum og dósum, ég náttúrlega greip það á lofti, stelpurnar alltaf að safna fyrir kórferðum (eins gott, dýrt dæmi, yfirleitt). Virkjaði pabba og við keyrðum upp í Brauðholt að sækja. Pokarnir reyndust 17 + einn kassi af breezer flöskum. Snilld.
Nú þurfa stelpurnar að setjast og telja á eftir, dæmist á pabbann að fara með þeim í Sorpu á morgun. Ekki gerir vesalings afturbatasjúklingurinn það.
Finnst ég reyndar hósta meira í dag en í gær. Plííís, ekki versna…
Nýlegar athugasemdir