Sarpur fyrir 9. nóvember, 2007

hlusta á

hljómsveitina sem Freyja og Finnur spila í, æfa jólalög og New York, New York.  Finnur sjanghæjaður í stóru hljómsveitina, veit nú ekki aaaalveg alltaf hvenær hann á að koma inn.  En hann er samt duglegur og finnst þetta skemmtilegt.  Freyja á líka að fara að spila með stóru krökkunum, þetta vex víst allt saman. 

Flestir foreldrarnir sitja inni, ekki ég, tölvan inni á kennarastofu hefur meira aðdráttarafl.  Vont foreldri, ég…

mesta furða

hvað ég get sungið. Sem er gott.

Humm, nú er annars komið að sölunni, eins og venjulega er Fífa að selja til að safna fyrir kórferð, verður reyndar ekki farið í langferð fyrr en eftir ár. Að venju seldur klósettpappír, eldhúsrúllur, þvottaefni og uppþvottavéladuft. Látið endilega vita ef þið hafið áhuga.

Kórinn hennar Freyju er líka að fara út, ég held samt að þau verði ekki að selja sama dótið. Líklega kaffi og kerti og servéttur og álíka. Ágætt.


bland í poka

teljari

  • 374.140 heimsóknir

dagatal

nóvember 2007
S M F V F F S
 123
45678910
11121314151617
18192021222324
252627282930  

sagan endalausa